ESB ákallar kirkjuna um hjálp

Forseti Evrópuþingsins, Martin Schultz, óttast að ESB sé að rifna í sundur sakir óeiningar. Hann ákallar kaþólsku kirkjuna um aðstoð við að græða sárin sem sundurþykkjan opnar vegna ónýts gjaldmiðils, ágreinings um flóttamannastefnu og deilna um valdmörk ESB og þjóðríkja.

Kaþólska kirkjan var sameiningarafl Evrópu á miðöldum. Hún lagði til trúarsannfæringu og sameiginlegt tungumál, latínu. Undir vernd kirkjunnar óx fram valdastétt í Vestur-Evrópu sem átti meira sameiginlegt innbyrðis en með þegnum sínum, sem töluðu þjóðtungum og fundu lítt fyrir ábata yfirstéttarinnar af sameiginlegum gildum.

Bandalag kirkju og lénsvalds hratt sókn múslíma inn í Evrópu á ármiðöld og lagði grunninn að útþenslu Evrópuríkja til miðausturlanda á hámiðöldum. Í sækja múslímar inn í Evrópu sem farandfólk og reynir að koma sér fyrir í stórborgum álfunnar án þess að aðlagast vestrænum gildum.

Þótt kaþólska kikjan sé víða máttug ræður veraldarhyggja ferðinni, einkum í Vestur-Evrópu. Þar er spurt hvað virkar og hvað ekki. Eitt af því sem ekki virkar er gjaldmiðill ESB, evran. Jafnvel sauðtryggir ESB-sinnar segja daga evrunnar í núverandi mynd talda.

RobertSkidelsky vonast til að landar sínir á Bretlandi samþykki áframhaldandi ESB-aðild. Rök hans eru þau að þegar evran líður undir lok sé nauðsynlegt að Bretland byggi brú milli Norður- og Suður-Evrópu. Sjónarmiðið er heldur langsótt og lýsir örvæntingu ESB-sinna.


mbl.is Fleiri Bretar vilja úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband