Skúli um valdarán Birgittu

Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata segir valdarán framið af meirihluta alþingis, þegar ný ríkisstjórn var mynduð. Á Eyjunni eru þessi orð af fésbók Birgittu:

Ríkisstjórnin hefur framið fullkomið valdarán. Þetta skrifar Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, í færslu á Facebook.

Skúli Magnússon lögfræðingur skrifar grein í Morgunblaðið í dag til að útskýra stjórnskipun lýðveldisins:

Þegar litið er yfir íslensku stjórnarskrána, uppruna hennar og meginreglur er þannig ljóst að hún byggist á þeirri hugmynd að vernd grundvallarréttinda, svo og skýrar og fyrirsjáanlegar leikreglur í anda réttarríkisins, séu bæði forsenda lýðræðislegrar ákvarðanatöku og setji þeim mörk. Með öðrum orðum er íslensk stjórnskipun reist á hugmynd um stjórnskipulegt lýðræði sem líta má á sem andstæðu óhefts meirihlutaræðis, skrílræðis og lýðhyggju (poppúlisma).

 Það er grundvallaratriðið í lýðræðishugtaki íslenskrar stjórnskipunar að helstu valdastofnanir hafi lýðræðislegt umboð með því að í þær er skipað til ákveðins tíma með kosningum sem fram fara á grundvelli skýrra leikreglna þar sem miðlun upplýsinga, virk umræða og jafnræði á að vera tryggt. Þannig er kosið til Alþingis á fjögurra ára fresti, svo sem flestir vita, og sitjandi ríkisstjórn verður að njóta stuðnings eða a.m.k. hlutleysis þingsins.

Valið stendur um tvennt: skrílræði Birgittu og Pírata annars vegar og hins vegar stjórnskipulegt lýðræði.

Skýrara getur það ekki verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefðir átt að benda Bjarna Ben og Sigurði Inga á sérstaklega "andstæðu óhefts meirihlutaræðis" þegar þeir veifuðu í öllum fjölmiðlum að þeir ætluð að koma öllum öllum sínum málum í gegn á næstu mánuðum í krafti "óhefts meirihlutaræðis" Og svo mættir þú benda á að að stjórnskipulagið hér gerir ekki ráð fyrir óheftum poppúlisma, það er eitthvað sem Framsókn þarf að læra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.4.2016 kl. 09:24

2 Smámynd: Elle_

Uh, gleymdirðu nokkuð hvað SAMfó þarf að læra mikið Magnús? Þau stjórnuðu verr en óvitar, með byltingum og látum, svona eins og Birgitta sjóræningi vill hafa það. En af hverju kalla blaðamenn Birgittu 'foringja' Pírata?

Elle_, 9.4.2016 kl. 15:18

3 Smámynd: Elle_

Og þau brutu stjórnarskrána þegar þeim sýndist svo. Stjórnarskrána sem á að verja þegnana (líka minnihlutann) gegn stjórnmálamönnum eins og þeim.

Elle_, 9.4.2016 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband