Óþol gagnvart ég-á-það-ég-má-það

Umræðan um háar arðgreiðslur tryggingafélaganna til hluthafa er til vitnis um óþol almennings gagnvart 2007-hugsun um fjármagnseigendur séu herrar alheimsins.

Ríkið skaffar tryggingafélögum tekjustreymi með lögum um skyldutryggingar. Tryggingafélögin geta nýtt þetta tekjustreymi í hverskyns fjárfestingar, sem nú um stundir skila góðum arði.

Tekjustreymið kemur frá almenningi fyrst og fremst. Og almenningi er misboðið.

Stjórn Sjóvar gerir rétt í að leggja meira af arðinum til mögru áranna en greiða minna út til hluthafa. Enn betra væri að viðskiptavinir Sjóvá nytu góðærisins í formi lægri iðngjalda.


mbl.is Sjóvá lækkar arðgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Væri hægt að leiða  lög að hér megi aðeins starfrækja gagnkvæm tryggingarfélög? Veit það ekki, En svo er hitt, sem liggur beinast við og það er að þjóðnýta Sjóvá (Ríkissjóður á í raun 4-5 millarða í félaginu) og breyta því í gagnkvæmt tryggingarfélag. Samfélagsbanki og gagnkvæmt tryggingarfélag og gagnkvæmt olíudreifingarfélag er nauðsynlegt að koma upp til að tryggja hag almennings sem eru varnarlaus fórnarlömb núverandi einokunar og fákeppnismarkaðar. Ég held að það verði ekkert vandamál varðandi EES reglur, því við getum sýnt fram á að hér hefur engin samkeppni ríkt á þessu sem leikendur kalla samkeppnismarkað. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.3.2016 kl. 15:34

2 Smámynd: Már Elíson

Hver er reynslan af "GT"-tryggingum, Jóhannes ? - Rifjaðu það upp og hafðu kannski Framsókn og innkomu þeirra hjá t.d. Samvinnutryggingum GT innan sviga. - Það verður fróðleg lesning.

Már Elíson, 10.3.2016 kl. 15:40

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jú Már, því var öllu stolið ásamt öllu öðru sem var fémætt á árunum fyrir fall bankanna.  En ég er sannfærður um að það er ekki hægt að endurtaka það rán. Kannski þarf að herða reglur um slit á svoleiðis félagi en hugmyndina ætti að skoða í tengslum við samfélagsbanka hugmyndina.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.3.2016 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband