Popúlismi Pírata: stefna samkvæmt eftirspurn

Píratar héldu vinnufund um helgina til að setja saman stefnu flokksins. Samkvæmt Ernu Ýr Öldudóttur formanns verður stefna flokksins mótuð samkvæmt eftirspurn. Erna Ýr segir í viðtali

Það er áhugi fyrir eins og efnahagsmálunum, aðskilnaði ríkis og kirkju, trúmál og jafnréttismálin voru rædd líka. Fólk er með spurningar og við munum reyna að velja það sem fólk hefur mestan áhuga á

Aðferð Pírata til stefnumótunar er að hafa þá stefnu sem til vinsælda er fallin hverju sinni. Slík aðferðafræði heitir popúlismi á útlensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Ég get hryggt þig Páll, með því að enginn popúlismi var til staðar á fundi Pírata um helgina. Það þarf einbeittan vilja til að misskilja orð Ernu á þann veg að stefnumálavinna Pírata felist helst í því að berja saman stefnu sem hefur vinsældir meðal kjósenda að sérstöku markmiði.

Björn Ragnar Björnsson, 7.3.2016 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband