Bandaríkin/ESB tapa í Sýrlandi, Rússar sigra

Með stuðningi Rússa og Írana er stjórnarher Assads búinn að umkringja stærstu borg Sýrlands, Aleppo, sem að stærstum hluta hafa verið undir stjórn uppreisnarmanna sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og Nató.

Falli Aleppo yrði það stórsigur Rússa. Að sama skapi er umræðan í Bandaríkjunum afar gagnrýnin á frammistöðu Obama forseta og hann sakaður um svik við uppreisnarmenn.

Pútín Rússlandsforseti ákvað að beita sér í Sýrlandi af krafti í framhaldi af Úkraínudeilunni við Bandaríkin og ESB.

Sterkari staða Rússa í Sýrlandi bætir stöðu Pútíns á alþjóðavettvangi, þar með talið í Úkraínudeilunni.

Evrópusambandið er að kikna undan straumi flóttamanna frá Sýrlandi. Án samkomulags við Rússa verður enginn friður í miðausturlöndum. Lausn í miðausturlöndum er nátengd Úkraínudeilunni.

 

 


mbl.is Sýrlendingar streyma að landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll 

Þetta er alveg rétt hjá þér, reyndar talar hann dr. Paul Craig Robers fyrrum ráðgjafi um það sama og þú, og einnig minnist hann á að Rússar búa núna yfir sérstakri tækni er aðrar þjóðir búa ekki yfir. Sjá hérna "Russia Rises as the West Destroys Itself - Paul Craig Roberts" https://www.youtube.com/watch?v=9D7sPNlpbsM

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.2.2016 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband