Eichmann-rökin tekin gild í héraðsdómi

Adolf Eichmann vildi náðun vegna þess að hann framfylgdi fyrirskipunum. Fyrir ofan Eichmann voru Heydrich, Himmler og sjálfur foringinn.

Héraðsdómur Reykjavíkur tekur Eichmann-rökin góð og gild í Chesterfield-málinu. Engin gögn, segir dómurinn, staðfesta að fyrirskipun hafi verið gefin um tefla stórum fjárhæðum í hættu. En hvaða kom fyrirskipun um að reka banka eins og mafíuverkefni þar sem allir topparnir græddu, og nota gróðann til að reisa hótel um allar þorpagrundir, en samfélagið sat uppi með tapið?

Héraðsdómur á eftir að útskýra hvaða yfirvald var æðra æðstu stjórnendum Kaupþings. Annars ganga Eichmann-rökin ekki upp í tilfelli bankamanna sem keyrðu fjármálakerfi þjóðarinnar í þrot.

Kannski eru héraðsdómararnir þeirrar skoðunar að guð almáttugur hafi verið að verki? Er búið að kanna hvort viðkomandi dómarar tilheyri sértrúarsöfnuði?


mbl.is Niðurstaða dómsins skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Dómurinn grundvallast á því að ekki var sannað að sakborningarnir hefðu gefið fyrirskipun um viðskiptin annars vegar og hins vegar á því að sú staðhæfing saksóknara að viðskiptin hefðu verið án trygginga var röng. Hvernig þér tekst að fá út samasem merki milli þessara röksemda og röksemdar Eichmanns um að skipanir fríi mann frá ábyrgð er algerlega hulin ráðgáta. Fyrir það fyrsta beindist málatilbúnaðurinn ekki að þeim sem fylgja áttu skipunum, heldur þeim sem áttu að hafa gefið þær. Þér er auðvitað velkomið að hafa það sem þú vilt á móti þessum mönnum sem sýknaðir voru, en í guðanna bænum ekki láta það ræna þig rökhugsuninni!

Þorsteinn Siglaugsson, 27.1.2016 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband