Fundir sem trúarbrögð

Á fundi í París er eftirfarandi í húfi, samkvæmt viðtengdri frétt

Þar stend­ur yfir ein mik­il­væg­asta lofts­lags­ráðstefna SÞ til þessa, þar sem samn­inga­menn munu freista þess að smíða sam­komu­lag sem miðar að því að halda hlýn­un und­ir 2 gráðum.

Fundurinn í París er eflaust haldinn í góðri trú. Vegurinn til vítis er líka varðaður góðum áformum.


mbl.is Blóð, sviti og tár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hélt að eini möguleikinn á 100 % ósigri gagnvart verkefni væri að gefast upp og gera ekki neitt.  

Ómar Ragnarsson, 11.12.2015 kl. 15:16

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Getur einhver bent mér á vísindalegar rannsóknir sem staðfesta það að núverandi hitastig +/- 2° sé hið eina rétta fyrir jörðina?

Steinarr Kr. , 11.12.2015 kl. 16:44

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, yfirlýst fjárhagsleg markmið þessa fundar er að fá ríkari þjóðir til þess að greiða þróunarlöndum til þess að aðlagast loftslagsbreytingum, sem vestrænu þjóðirnar eiga að hafa valdið. Hvorugt kemur okkur við, þannig að við ættum að halda okkur fjarri þessu heims- sósíalista batteríi.

Ívar Pálsson, 11.12.2015 kl. 17:33

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sammála Ívari. 

Hrólfur Þ Hraundal, 11.12.2015 kl. 22:33

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvað er eðlilegt veðurfar?

 

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2160742/

Samkvæmt mælingum er talið að hitastig jarðar hafi hækkað um því sem næst 0,75°C síðan um 1850. Kannski er það 0,8° afrúnnað, en það skiptir litlu máli því óvissumörkin eru  a.m.k. +/- 0,2°.

Hvers vegna 1850?  Jú það er vegna þess að sæmilega áreiðanlegar eldri mælingar á lofthita eru ekki til. Þá var Litlu ísöldinni ekki lokið. Verulegur hluti þessa tímabils, um það bil hálf öld, tilheyrir Litlu ísöldinni. Skekkir það ekki aðeins myndina?  "Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni" má lesa á Vísindavefnum. Sé þessi tími notaður sem viðmið, þá tilheyra hvorki meira ná minna en 150 ár Litlu ísöldinni! 

Menn hafa af því miklar áhyggjur að meðalhiti jarðar hafi hækkað um því sem næst 0,8 gráður á 150 árum? Hver vill fullyrða að um 1850, á síðustu áratugum Litlu ísaldar, hafi veðurfar verið “rétt” og öll hækkun hita síðan þá sé “röng” og hættuleg?   Það merkilega er að þetta er kjarninn í umræðunni um loftslagsmálin.

Svo virðist sem margir vilji að hnattrænt loftslag verði aftur eins og það var á síðustu áratugum Litlu ísaldar, þ.e. á þeim árum sem fjöldi Íslendinga hélt til vesturheims í leit að betra lífi, en það er önnur saga...

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2160742/

Ágúst H Bjarnason, 12.12.2015 kl. 06:45

6 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Sammála Ívari hér að ofan og leyfi mér að deila athugasemd hans.

Guðmundur Pálsson, 12.12.2015 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband