Fullveldi innan ESB er nær ómögulegt

Bretar hyggjast fá tryggingu fyrir því að ,,æ nánari samband" ESB-ríkja muni ekki draga Bretland inn í sambandsríki Evrópu. Við núverandi aðstæður fæst ekki slík trygging.

Stofnanir og skipulag Evrópusambandsins gera ráð fyrir að aukin samvinna sé lykillinn að farsæld álfunnar - þótt reynslan segi annað, samanber evru-samstarfið.

Til að Bretar fái þá tryggingu sem þeir óska eftir yrði að breyta ESB í grundvallaratriðum Og það yrði aldrei gert fyrir Breta eina. En mögulega eru Þjóðverjar tilbúnir að setja stopp á samrunaþróunina. Það er stórt EN.


mbl.is Útilokar ekki að segja skilið við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Brattur Cameron Útil­ok­ar ekki að segja skilið við ESB

Ég held að það sé ekki mikið að marka þennan núverandi Breska forsætisráðherra.  Hann lætur sem honum séu allir vegir færir og ber ekki virðingu fyrir neinum nema Evrópusambands þrælmennum. 

 Blaður hans snýst um að breyta Evrópusambandinu fyrir kosningar 2017. Hingað til hefur Evrópusambandið bara breyst til hins verra og þá ævinlega innanfrá, og þær breytingar hafa allar stefnt að því herða tökin á kjánunum.

 Eina leiðinn til að breyta Evrópusambandinu til hins betra er að aðildarlöndum fækki, en svo lítur út sem það sé álíka strembið að lostna undan valdi Evrópusambandsins og Múhameðs. Menn verða að hafa kjark og nenna, vilji þeir sleppa úr nauðungarvist, hvort sem það er Evrópusambandsins eða Múhameðs.    

Hrólfur Þ Hraundal, 8.11.2015 kl. 20:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ESB,stjórnendur ættu að kynna sér leiðir Bill Heypas,sem var aðal kennimaður ,Leiðtogafundarins,sem var hér um helgina.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2015 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband