Auðmenn og virðing samborgaranna

Á dögum útrásar vöndust auðmenn samfélagi er bar þá á höndum sér. Háskóladeildir lögðust í rannsóknir á hve íslenskir auðmenn væru öðrum snjallari. Auðmenn voru fengnir til að messa yfir stjórnmálaflokkum, til dæmis hjá auðhyggjuflokkum eins og Samfylkingunni.

Eftir hrun kom á daginn að íslensku auðmennirnir voru ekkert snjallir, en sumir siðlausir og aðrir glæpamenn.

Auðmenn eru ekki endilega auðvirðilegir, svona sem manngerð, en heldur ekki sérlega merkilegir pappírar. Virðing samborgaranna fæst ekki keypt og hún hvorki vinnst sé tapast fyrir dómstólum þegar tekist er á um fjármuni auðmanna.

 


mbl.is „Björgólfur ætti að skammast sín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Virðing fæst heldur ekki með lygum, Páll.

Jack Daniel's, 31.10.2015 kl. 17:56

4 Smámynd: Jack Daniel's

Frétt frá FORSÆTISRÁÐUNEYTINU!
http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/nr/253

Í kjölfar auglýsingar framkvæmdanefndar um einkavæðingu 11. júlí sl. skiluðu fimm hópar fjárfesta tilkynningum um áhuga á kaupum á a.m.k. 25% hlut í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Undanfarna daga hefur nefndin farið yfir tilkynningarnar og átt fundi með öllum fimm fjárfestahópunum. 

Ákveðið hefur verið að ganga til frekari viðræðna við þá fjárfesta sem í viðræðum við nefndina sýndu meiri áhuga á Landsbankanum en Búnaðarbankanum. Síðar verður ákveðið um sölu hlutabréfa í Búnaðarbankanum. Við það er miðað að umtalsverður hlutur verði seldur í báðum bönkunum á þessu ári. 

Samkvæmt þessu mun framkvæmdanefnd um einkavæðingu eiga frekari viðræður við þrjá aðila um sölu hlutabréfa í Landsbankanum. Þessir aðilar eru Björgólfur Thor Björgólfsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guðmundsson, Kaldbakur hf. og Eignarhaldsfélagið Andvaka, Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, Fiskiðjan Skagfirðingur hf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Ker hf., Samskip hf. og Samvinnulífeyrissjóðurinn. 

Ráðgert er að það liggi fyrir í byrjun september hvert þessar viðræður leiða. 

Reykjavík, 31. júlí 2002

 

Jack Daniel's, 31.10.2015 kl. 22:23

5 Smámynd: Jack Daniel's

Og svona fyrst maður er byrjaður.
http://www.quickiwiki.com/is/Einkav%C3%A6%C3%B0ing_bankanna_2002

Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum. Í viðtali við DV sama ár var Davíð Oddsson spyrður út í þessa úrsögn Steingríms Ara, þar eð hann hafði sagt í sjónvarpsviðtali nokkru áður „...eitthvað á þá leið að [s]ér hefði skilist að ástæða þess að Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd hefði verið „ein setning". Hvaða setning var það?“. Davíð svaraði þá:

„Ég kann nú ekki þá setningu utan að. Það var tiltekin setning sem varðaði, hygg ég, útboðsfjárhæðir versus einhverja aðra hluti sem var algjör samstaða um í nefndinni. Og ég veit ekki betur en að Steingrímur Ari telji sig núna ekki vera andsnúinn þeirri setningu. Hann hefur hins vegar síðar meir, að því er mér skilst, fundið sér fleiri atriði til þess að hafa áhyggjur af og tala um, án þess að ræða um það við sinn yfirmann, fjarmálaráðherrann, sem mér finnst afskaplega skrýtið - ef hann hefur séð eitthvað fara úrskeiðis, að láta ekki þann mann vita sem hann er fulltrúi fyrir. Mér finnst það næstum því óskiljanlegt."

Jack Daniel's, 31.10.2015 kl. 22:33

6 Smámynd: Jack Daniel's

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3696170
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3036867

Jack Daniel's, 31.10.2015 kl. 22:34

7 Smámynd: Jack Daniel's

Þeir sem svo minnst hafa lært eru slefberar eins og Páll Vilhjálms og já hörðin hans.

Jack Daniel's, 31.10.2015 kl. 22:35

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JD

manstu verðið á hlutabréfum 3 ár á undan sölunni til óþokkanna sem keyptu ráðandi hlut ? Manstu síðan hvað verðið á bréfunum var daginn áður ? Síðan á hvaða verði þeir keyptu bréfin á sem þú gsast keypt á markaði undanfarin þá þrjú ár ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.10.2015 kl. 22:45

9 Smámynd: Jack Daniel's

Ég veit bara að landsbankinn var seldur til Björgúlfana á 100% lánum sem þeir borguðu aldrei.
Davíð Oddsson sá alfarið um það þó svo viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir hafi verið skrifuð fyrir því.

Jack Daniel's, 4.11.2015 kl. 13:05

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

J.D.

Þú hefur alrangt fyrir þér, sem svo oft svo sem. Kemur ekkert á óvart því þú ert vanur að slá um þig með sleggjudómum að vanhugsuðu máli.

Davíð vildi selja með dreifðri eignaraðild en framsóknarmenn sáu um að það yrðu kjölfestueignaraðilar þess í stað.

Hvaða lán voru þetta sem þú gasprar um í vanþekkingu þinni ? Hver fékk ekki borgað ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.11.2015 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband