Ríkið, auðmenn eða lífeyrissjóðir

Þrír aðilar gætu orðið eigendur að Íslandsbanka: ríkið, auðmenn eða lífeyrissjóðir. Við höfum nýfengna reynslu af því að íslenskir auðmenn eru spilltir inn að beini og setja banka á hausinn.

Þá eru eftir tveir aðilar. Lífeyrissjóðir eru félagslega byggðir upp en engu að síður lokaður klúbbur, m.a. til að hindra að kverúlantar nái tökum á fjármagni launafólks. Lokaður klúbbur lífeyrissjóða ber spillinguna í sér, samanber hversu illa þeim tókst til við að hreinsa sig af óþverra útrásarinnar þegar lífeyrissjóðir voru meðhlauparar útrásarauðmanna.

Ríkið býr við lýðræðislegt aðhald. Með faglegu aðhaldi seðlabanka eru tveir ríkisbankar, Íslandsbanki og Landsbanki, skásti kosturinn.


mbl.is Sameining kemur til álita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er engu minni spilling innan lífeyrissjóðanna en meðal auðmanna, enda skilin þar á milli nánast engin. Þeir sem með fé sjóðanna höndla hafa hagað sér sem auðmenn, en bara með annarra manna fé. Reyndar var fátítt að svokallaðir aumenn væru að spila með eigið fé fyrir hrun, í flestum tilfellum var þar um froðufé að ræða, sem hvergi var til í raunheimum.

Það opinberaðist vel í hruninu hver áhrif auðmanna er innan sjóðanna og hvernig þeir sem þar stjórnuðu haga sér sem auðmenn. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 500 milljörðum í hruninu vegna þess.

Enn hefur hrunið og hvernig menn höguðu sér, ekki verið gert upp innan lífeyrissjóðakerfisins, ekki frekar en meðal auðmanna. Enn stjórna að mestu sömu menn sjóðunum og enn hafa auðmenn þar sín ítök.

Ef svo fer að ríkissjóður eignast aftur Íslandsbanka og kannski líka Aríonbanka, þá á að nýta tækifærið og einfalda banakerfið og fækka höfuðstöðvum. Það þarf að reka alla bankastjóranna og ráða menn sem horfa á hag neytenda og eru tilbúnir að reka þessa banka sem þjónustustofnanir, ekki sem fjárplógsstarfsemi.

Hitt er svo aftur nokkuð skondið, að þegar gjöf er skilað til gjafarans skuli hún vera metin til fjár.

Gunnar Heiðarsson, 21.10.2015 kl. 07:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég held að allur þorri landsmanna sé sammála þér Gunnar,eða þannig er mín tilfinning.Það er svo þetta með skilagjald gjafarans,hvort nokkursstaðar á byggðu bóli,þekkist álíka gjörðir.Varla eru þær fundarlaun,en má líkja þeim við gíslatöku sem er þó alla jafnan lifandi verur sem haldið er föngnum,svona útpæld sjónhverfing. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2015 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband