Höfrungahlaup auðmanna - afturábak

Auðmenn sannfærðu sjálfa sig og meðhlaupara sína á dögum útrásar að þeir væru sérstakt afbrigði af einstaklingum og gætu sem slíkir ekki gert neitt rangt. Samfélagið smitaðist af stórmennsku auðmannanna.

Stjórnmálaflokkar, jafnvel þeir sem sögu sinnar vegna ættu ekki að leita í smiðju auðmanna, fengu þá til messa á landsfundum sínum, sbr. Björgólfur Guðmundsson á landsfundi Samfylkingar.

Eftir hrun, þegar kíkt var undir vélarhlíf auðmanna, kom á daginn að lög og reglur voru þverbrotin, að ekki sé talað um góða siði og háttu í viðskiptum. Samfélagið setti lögreglu og saksóknara í málið, líkt og siðuð samfélög gera.

Samkvæmt réttum skilningi á lögum er í prinsippinu aðeins ein niðurstaða möguleg í hverju dómsmáli. Í málsferli auðmanna berjast lögmenn þeirra og almannatenglar með kjafti og klóm, innan og utan réttarsalar, fyrir sýknu. Saksóknari sækir málið nær eingöngu fyrir dómstólum. Endanlegt dómsvald er í höndum hæstaréttar Íslands.

Þegar hæstiréttur dæmir í málum auðmanna og annarra er komin ein og sönn niðurstaða. En auðmenn una ekki niðurstöðu hæstaréttar þegar hún er þeim í óhag.

Aðferð auðmanna er öfugt höfrunahlaup, þeir reyna ekki lengur að skara framm úr heldur niður úr. Þeir vilja telja okkur trú um að auðmennirnir sjálfir hafi verið fullkomlega saklausir af útrásarglæpum. Í reynd var það fólkið sem keypti sér flatskjái er ber ábyrgðina á öfgum útrásar.

Öfugt höfrungahlaup auðmanna slær í gegn hjá sumum, sem telja að auðmenn séu saklaus fórnarlömb. Enda eru sjö ár frá hruni og margt gleymist á skemmri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband