ESB-ríkin eru ekki fullvalda

Fullvalda ríki leggja á skatta og ákveða fjárlög. Allt frá miðöldum er þetta hluti af skilgreiningunni á fullveldi, sbr. Stórasáttmála (Magna carta). Byltingar eru gerðar vegna deilna um skattamál, sú ameríska frá 1776 er nærtækt dæmi.

Þegar það liggur fyrir að ríki Evrópusambandsins eru ekki lengur sjálfráð um að afla skatta og eyða þeim samkvæmt vilja þjóðþinga sinna þá er deginum ljósara að þau eru ekki lengur fullvalda.

Evrópusambandsaðild og fullveldi eru ósamrýmanleg hugtök.


mbl.is Hafnar fjárlagafrumvarpi Spánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt þessari skilgreiningu var Ísland ekki fullvalda ríki meðan samstarfið við AGS stóð yfir. Og þá vaknar spurningin um það hvers vegna bæði Ísland og aðildarríki ESB hafa talist fullvalda ríki samkvæmt alþjóðarétti og sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna alla tíð fram að þessu.

Ómar Ragnarsson, 13.10.2015 kl. 08:40

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, Sameinuðu þjóðirnar skipta sér ekki af sköttum og fjárlögum aðildarþjóða. Samstarf við AGS er skammtímaátak sem felur í sér tímabundna skerðingu á fullveldi. AGS-samstarf varir í fáein misseri eða ár en ESB-aðild er til áratuga, ef ekki alda. Nokkur munur þar á.

Páll Vilhjálmsson, 13.10.2015 kl. 10:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú misskilur mig. Ég átti við það að Sameinuðu þjóðirnar hafa viðurkennt ESB ríkin sem fullvalda þjóðir þrátt fyrir að ESB skipti sér af sköttum og fjárlögum aðildarþjóðanna.

Ómar Ragnarsson, 13.10.2015 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband