Vinstrimenn í leit að foringja - Ögmundur Corbyn

Vinstrimenn á Íslandi eru án foringja sem getur vísað þeim veginn úr ófærunni. Sigur Jeremy Corbyn, í Bretlandi, vekur athygli á foringjafæð vinstrimanna á Fróni.

Tillaga þingmanna vinstriflokkanna, plús Birgittu pírata, um að auka vægi persónukjörs við þingkosningar er hvorki líkleg til að bæta málefnastöðu þeirra né að leiða fram nýjan foringja.

Svo áfram sé haldið með þann breska þá haldast málefni og foringjar í hendur. Corbyn er holdtekja róttækrar vinstristefnu sem var ýtt út á jaðar Verkamannaflokksins þegar Tony Blair varð leiðtogi flokksins. 

Íslensk uppskrift að Corbyn er jaðarpólitíkus Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson. Gamall í hettunni eins og Corbyn og úti á kanti í eigin flokki. 

 

 

 


mbl.is Vilja persónukjör í kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Foringjar og sérstaklega "sterkir leiðtogar" eru úrelt fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum. Nú er tími jafningjaræðis runninn upp (P2PP). Þeir sem ekki átta sig á því munu smám saman úreldast út af vettvangi stjórnmálanna hér á landi og víðar um heim á næstu misserum. Goðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.9.2015 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband