Evrópuherinn eykur ekki friðarlíkur

Evrópuher er framtíðarmarkmið ráðandi afla í Evrópusambandinu. ESB fékk árið 2000 samþykkta heimild fyrir 60 þúsund manna hraðlið til að senda á vandræðastaði í heiminum. 

Vængstíft hraðlið, sem ekki má etja í bardaga, er ekki nóg fyrir ESB, heldur er uppi stöðug krafa um varanlegan Evrópuher sem er þess albúinn að hefja stríðsátök.

Miðað við hvernig stefnumótun ESB er háttað er herlið í höndum Brussel-valdsins eins og eldspýtustokkur í höndum barns - það er aðeins spurning um tíma hvenær verður stórslys.


mbl.is Cameron styðji Evrópuher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Reynsla síðustu ára sýnir að herir Evrópuríkja, utan Breta og Frakka, standa ekki undir nafni. Þetta eru skrifstofublækur sem tæpast uppfylla kröfur um umferðarlöggæslu. Án Breta er hugmyndin um hraðlið dauð.

Merkel þorir ekki að gera kröfu um alvöru þýskan her og miðað við þjösnagang hennar í flóttamannamálinu megum við víst þakka fyrir það.

Ragnhildur Kolka, 15.9.2015 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband