Þriðjudagur, 8. september 2015
Hvers vegna er RÚV á fjárlögum?
RÚV er ekki rekið í þágu þjóðarinnar heldur starfsmanna. Þetta gildir sérstaklega um rekstur fréttastofu.
Fréttatímar ganga út á að þjóna kenjum og tiktúrum fréttamanna sem eru að jafnaði nærri pólitískum viðhorfum vinstrimanna. Nýlegt dæmi um tiktúrufréttir RÚV eru viðtal við borgarstjóra þar sem fréttamaður leggur nánast borgarstjóra orð í munn og viðtal við ráðherra þar sem reynt var að stilla honum upp við vegg fordóma fréttamanns.
Fréttastofa RÚV er algjörlega óþörf og ætti að leggja niður. Við gætum notað sparnaðinn til að taka vel á móti flóttamönnum.
Framlög til RÚV lækka um 173 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef að við sleppum nú fréttastofunni og Kastljósi í gegnum nálar-augað okkar.
Hvað kostar það okkur SKATTBORGARANA að halda úti starfsfólki við að horfa á bolta sem er bara sparkað fram og til baka?
Eitthvað sem að einka-stöðvar geta vel sinnt.
------------------------------------------------------------
Hérna eru viðfangsefnin sem að RÚV ætti að leggja meiri áherslu á:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1732809/
Jón Þórhallsson, 8.9.2015 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.