Neyðarhjálp þangað sem neyðin er stærst

Neyð flóttamanna í mið-austurlöndum verður ekki leyst með því að veita takmörkuðum fjölda þeirra hælisvist á vesturlöndum. Varanleg lausn á þessum vanda fæst aðeins í heimkynnum þeirra.

Alþjóðleg samtök, Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn, svo dæmi séu tekin, sinna margháttaðri aðstoð við flóttamenn.

Neyðaraðstoð er lausn á skammtímavanda. Til lengri tima þarf stefna vesturlanda gagnvart þessum heimshluta að breytast og taka mið af aðstæðum en ekki innfluttum vestrænum hugmyndum umm hvernig stjórnskipun skuli háttað.

Ísland ætti að einbeita sér að veita neyðaraðstoð þar sem neyðin er stærst, í mið-austurlöndum.


mbl.is Myndir ráði ekki stefnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað liggur það í augum uppi, að einmitt þeir vanburða, veiklaðir og þeir sem fátækastir eru, sitja hjálparvana eftir heima.

Íslendingar eru eingöngu aflögufærir um matvæli og hlýtur því að vera þörf fyrir þau þar sem neyðin er mest, ef við á annað borð veljum að veita raunhæfa aðstoð.

Aðrar þjóðir sem hagnast á vopnasölu inn á þessi svæði, gætu frekar lagt fram hluta af stríðs ágóðanum og jafnvel tekið við særðum flóttamönnum og munaðarlausum börnum.

Jónatan Karlsson, 5.9.2015 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband