Píratar eru valkostur, ekki vinstriflokkarnir

Almenningur leggur Pírötum lið í skoðanakönnunum sem gerir þá á pappírunum valkost við hefðbundna stjórnmálaflokka. Vinstriflokkarnir ættu undir eðlilegum kringumstæðum að vera mótspyrna við hægristjórn.

Ástæðan fyrir því að vinstriflokkarnir eru ekki kostur í huga kjósenda er tvíþættur. Í fyrsta lagi er mistókst ríkisstjórn þeirra á síðasta kjörtímabili að móta heildstæða stefnu sem kenna mætti við vinstripólitík. Það mistókst að bræða saman tvær hefðir vinstristjórnmála á Íslandi, sem á seinni hluta síðustu aldar áttu heima í Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi.

í öðru lagi blasir við skilgreiningarvandi flokksins sem átti að vera kjölfestan á vinstri vængnum. Samfylkingin hefur ekki gert upp við sig hvort hún sé markaðssinnaður miðhægriflokkur ESB-sinna eða jafnaðarmannaflokkur. Samfylkingin var stofnuð sem höfuðból en lætur eins og hún sé hjáleiga.

Vinstri grænir ánetjuðust ESB-stefnu Samfylkingar og skáru þar með af sér alla vaxtarmöguleika í þéttbýli og gereyddu fylginu á landsbyggðinni. Björt framtíð, sem átti að vera vinalega ásjóna vinstrimanna, er andlitslaus fuglahræða á einskinsmannslandi.

Píratar eru valkostur vegna þess að þeir markaðssetja sig sem stjórnmálaafl án fortíðar með framtíðina sem óskrifað blað. Það nægir almenningi sem veit i hjarta sínu að enginn raunverulegur valkostur er við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.


mbl.is Verðum að líta í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Vel skrifað, Páll. Píratar fá þarna auðan víxil til þess að fylla út að vild en erfitt gæti reynst þeim að takmarka sig og síðan að ábyrgjast greiðslu víxilsins.

Ívar Pálsson, 2.9.2015 kl. 08:51

2 identicon

Hæ, er þetta ekki Gnarr nr 2?

Hvort er fólk að lýsa stuðningi við Pírata eða frati á alla hina?

kv.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband