Egill skuggastjórnandi sigar fjölmiðlum á Sjálfstæðisflokkinn

Egill Helgason er skuggastjórnandi fjölmiðla, samkvæmt því sem segir í fræðigrein Birgis Guðmundssonar í Stjórnmálum og stjórnsýlu.

Skuggastjórnandi setur valin viðfangsefni í brennidepil umræðunnar til að fjölmiðlar fylgi í humátt á eftir. Með því að móta sjónarhorn á fréttaumræðuna er búið að ákveða skilaboð fréttanna.

Skoðanamyndun af þessu tagi er lævís vegna þess að hún er ekki upp á yfirborðinu. Í grein Birgis viðurkenna viðmælendur hans skuggastjórnun Egils.

Nýtt dæmi er hvernig Egill sigar blaðamönnum á Sjálfstæðisflokkinn vegna Úkraínudeilunnar með skýrum skilaboðum um hvernig skuli ,,vinkla" fréttaflutninginn. Fyrsta setning skuggastjórnandans segir:

Um fátt er nú meira rætt en ringulreiðina sem ríkir varðandi utanríkismál innan Sjálfstæðisflokksins.

Þar með er tóninni sleginn og búið til sjónarhorn á fréttir um Úkraínudeiluna og hver áherslan skuli vera; ágreiningurinn í Sjálfstæðisflokknum. Gangi skuggastjórnunin fyrir sig eins og upp er lagt munu önnur sjórnarhorn víkja fyrir línu skuggastjórnandans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Manni flökrar við framferði fréttastofu ruv um þetta mál. Ekki vantar að fjöldi "álitsgjafa" er mikill, en þeir koma þó allir af sama vængnum.

Ekki er að sjá að þessir álitsgjafar, eða fréttastofan sjálf, hafi áhyggjur af ástandinu í Úkraínu, nánast ekkert sagt frá ástandinu þar eða þeim hörmungum sem íbúar þess lands verða fyrir. Þar hefur orðið mikil breyting frá þeim tíma er kommissarar og stjórnmálamenn ýmissa ríkja ESB stóðu á torgum Kiev og hvöttu saklausa landsmenn til mótmæla gegn þeim stjórnvöldum sem þeir þó kusu nokkrum vikum fyrr!

Þá er ekki að sjá að þessir "álitsgjafar" eða fréttastofan sjálf, sé mikið í mun að ræða sjálft "viðskiptabannið", afleiðingar þess eða samanburð hvernig einstök ríki, sem að því standa, verði fyrir þeim.

Hjá fréttastofu ruv og öllum þeim "álitsgjöfum" sem hún sækir til er málinu alfarið snúið upp í hvað hver segir. Sérstaklega er kjamsað á því sem stjórnarliðar segja og reynt að gera sem mest úr einhverju meintu ósamkomulagi meðal þeirra.

Þegar síðasta ríkisstjórn var við völd var það kallað, bæði af fréttastofunni og hennar #álitsgjöfum", sjálfstæð hugsun, þegar þáverandi stjórnarliðar voru ósammála. Reyndar fengu þáverandi stjórnarliðar stimpil "villikatta" ef þeir hallmæltu ESB, en það er önnur saga. Varðandi önnur mál þótti fréttastofunni og hennar "álitsgjöfum" ekkert athugavert þó stjórnarheimilið logaði stafna á milli í illdeilum. Það voru bara eðlilegar skoðanaskiptanir byggðar á sjálfstæðri hugsun. 

En nú er komin önnur ríkisstjórn, ekki sú stjórn sem fellur að pólitískri hugsun fréttastofunnar. Þá er opnað skotveiðileyfi á stjórnarliða. Hvort Egill Helgason sé einhver áhrifavaldur í þeirri skotkeppni sé ég ekki. Hann er enn við sama heygarðshornið og fyrr, dyggur stuðningsmaður og einstaka sinnum kallaður sem "álitsgjafi", en að hann sé örlagavaldur er erfitt að sjá.

Fréttastofan er "vel" mönnuð til að halda sjálf uppi áróðrinum, þó vissulega sé það styrkur fyrir hana þegar menn eins og Egill pikka á lyklaborðið eitthvað bull!

Gunnar Heiðarsson, 19.8.2015 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband