Hrópandi þögn um rökin fyrir aðild Íslands

Þeir sem bera ábyrgð á því að Ísland er á lista þjóða sem taka undir ágenga stefnu Nató gagvart Rússlandi í Úkraínudeilunni þegja þunnu hljóði um rökin fyrir þessari stefnu.

ESB og Bandaríkin hafa breytt Nató úr varnarbandalagi í árásarbandalag í Austur-Evrópu. Þar með eru brostnar forsendur fyrir aðild Íslands að bandalaginu. Við eigum ekkert erindi í árásarbandalag stórvelda.

Fyrsta skrefið í klúðri utanríkisþjónustunnar er að afturkalla stuðning Íslands við refsiaðgerðir Nató-ríkja gagnvart Rússum, - sem við eigum ekkert sökótt við. Í framhaldi eigum við að endurskoða aðild okkar að Nató.


mbl.is Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eigum við bara ekki að ganga í Rússland?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2015 kl. 16:41

2 identicon

Segjum nú svo að við förum að ráðum þínum og látum af refsiaðgerðum gegn Rússum og lýsum því þannig yfir að fullveldisréttur þjóða eigi ekki við nema Rússar séu sáttir við hann. Síðan segjum við okkur frá NATO og höfum þar efir engar varnir í bakhöndinni.

Síðan siglir rússneskur togari inn í landhelgina og veiðir ólöglega (það má vafalaust grafa upp einhverja sögu um veiðar Rússa á Íslandsmiðum). Væri þorandi að taka hann?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 17:04

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég er ekki að mæla með að við segjum okkur úr Nató, aðeins að við endurskoðum afstöðu okkar í ljósi þess að Nató er ekki lengur varnarbandalag.

En dæmið þitt, Hans, er ágætt fyrir þær sakir að það varpar ljósi á raunpólitík. Þú gleymir að vísu einu atriði, við erum með varnarsamning við Bandaríkin.

Meginpunkturinn er að Ísland hefur án umræðu þvælst inn í stórveldaátök um forræðið stórvelda yfir langt í burtu landi sem heitir Úkraína.

Úkraínudeilan er ekki okkar mál, hún er mál stórveldanna. Sagan kennir okkur að oft étur þar hundur hund sem stórveldin eru.

Páll Vilhjálmsson, 15.8.2015 kl. 17:39

4 identicon

Páll: Varnarsamningurinn er byggður á veru okkar í NATO, þ.e Bandaríkin taka að sér að halda úti varnarviðbúnaði á landinu fyrir hönd NATO.

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Varnarmal/Varnarsamningur_isl.pdf

Ég held að þú sért á algjörum villigötum ef þú heldur að það sé raunæf leið fyrir Ísland að halda sig fyrir utan heimsmálin. Þetta minnir á hugmyndirnar um einhliða og vopnlaust hlutleysi sem voru reyndar á fyrstu árum fullveldisins en það fyrirkomulag brást um leið og á reyndi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 17:46

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Varnarsamningurinn er tvíhliða samningur, sbr.

http://www.utanrikisraduneyti.is/verkefni/althjoda-og-oryggissvid/varnar-og-oryggismal/varnarsamstarf-vid-bandarikin/

Ég var ekki að tala fyrir ,,einhliða og vopnlausu hlutleysi", heldur hinu að við hugsum sjálfstætt utanríkismál okkar.

Páll Vilhjálmsson, 15.8.2015 kl. 18:12

6 identicon

Páll: Ég held að fyrsta grein varnarsamningsins skilji ekki eftir mikið svigrúm til túlkanna.

"1. gr.

Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafatekist á hendur með Norður Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í samningi þessum. Í þessu skyni og með varnir á svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, fyrir augum, lætur Ísland í té þá aðstöðu í landinu, sem báðir aðilar eru ásáttir um, að sé nauðsynleg."

Mér sýnist þú vera að tala um að við getum spilað sóló án annarra vestrænna ríkja. Þú ert jú að tala um að við hættum þátttöku í refsiaðgerðum sem nær öll Evrópuríki, innan og utan ESB, Bandaríkin, Japan, Ástralía, Kanada og Nýja Sjáland taka þátt í.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 18:27

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Túlkun er óþörf, Hans, þetta er tvíhliða samningur milli okkar og Bandaríkjanna um varnir Íslands. Ef Nató ætti að ákveða hvort samningurinn héldi gildi sínu eða ekki þá væri það væntanlega tekið fram.

Við getum lagt sjálfstætt mat á utanríkismál og höfum gert það. Til dæmis þegar við ákváðum að viðurkenna fullveldi Litháen og ruddum þar með brautina fyrir því að Eystrasaltsríkin fengu sjálfstæði frá Rússum.

Við eigum ekki að láta misvitra stjórnmálamenn í Washington eða Brussel eða Moskvu segja okkur fyrir verkum.

Páll Vilhjálmsson, 15.8.2015 kl. 18:52

8 identicon

Páll: NATO ákveður ekki hvort samningurinn gildir heldur er Norður-Atlantshafssamningurinn forsenda varnarsamningsins. Það ætti ekki að þurfa að rökræða þetta.

Annars á ég erfitt með að koma saman hugmyndum þínum um rétt stórvelda til áhrifasvæða og algjört sólóspil Íslands í uatnríkismálum. Maður myndi halda að ef Rússar hafa rétt til að kippa Úkraínu á sinn stað með hervaldi ættu Bandaríkin að hafa sama rétt gagnvart Íslandi.

Ég vil helst að við höldum okkur í þeirri blokk sem viðurkennir yfir höfuð ekki slíkan rétt. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 19:57

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Samlíking milli Bandaríkjanna og Rússa, í samhengi við Úkraínu, væri ef stórveldi, t.d. Kína, kæmi sér upp hernaðarbandalagi við Kanada og Mexíkó. Bandaríkin myndu ekki sitja hjá og gera ekki neitt. Við getum verið viss um það.

Páll Vilhjálmsson, 15.8.2015 kl. 20:21

10 identicon

Kanada og Mexíkó eru náttúruleg bandalagsríki Bandaríkjanna á sama hátt og við. Bandalag þessara ríkja byggir á sameiginlegum grundvallarhagsmunum og gildum og sú staða að þau gangi á hönd Kínverjum gæti ekki komið upp (nema Kína eða Bandaríkin taki verulegum breytingum). Áhrif Bandaríkjanna eru enda allt annars eðlis en áhrif Rússa og þrátt fyrir marga galla falla þau ekki að neinum 19. aldar hugmyndum um stórveldapólitík.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 20:38

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef það var ekki full ástæða til viðskiptabanns á Sovétríkin vegna innrásar þeirra í Afganistan á jólum 1979 og allt til 1989, innrásar sem kostaði liðlega eina og hálfa milljón mannslífa, miklu fleiri særða og 5-6 millj. flóttamenn frá landinu, þá er EKKI NEIN ástæða til viðskiptabanns á Rússa nú. Engir stríðsglæpir hafa verið sannaðir á þá fyrir neinum rétti í þetta sinn, og klárlega var Kosovo-dæmi vesturveldanna fullkomin hliðstæða og fordæmi fyrir því, að Rússar á Krímskaga fengju að ráða sinni sveitfesti eða ríkisborgararétti sjálfir.

Fráleit þykir mér hins vegar tillaga Páls um að við göngum úr NATO, enda hefur hann ekki lagt fram neina sönnun fyrir því, að það sé ekki lengur varnarbandalag.

Jón Valur Jensson, 15.8.2015 kl. 21:31

12 Smámynd: Jón Bjarni

JVJ segir: "Engir stríðsglæpir hafa verið sannaðir á þá fyrir neinum rétti í þetta sinn"

http://www.visir.is/russar-beita-neitunarvaldi-gegn-thvi-ad-serstokum-mh17-domstol-verdi-komid-a/article/2015150728936

Afhverju ætli þeir hafi beitt þarna neitunarvaldi Jón Valur?

Jón Bjarni, 15.8.2015 kl. 21:43

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef ekki svarið við því. En ég er um það mál sammála þeim Moggabloggara, sem mest hefur lagt sig eftir að skrifa um Úkraínumál, þ.e. Einari Birni Bjarnasyni, þegar hann segir* (og ítrekað oft ásömu lund): 

"Niðurstaða

Þó að hollensku sérfræðingarnir fullyrði ekki hver hafi átt flaugina sem skotið var frá jörðu, þá virðist mér einungis einn raunhæfur möguleiki til staðar: Að um slysaskot sé að ræða af hálfu uppreisnarmanna í A-Úkraínu. Óreyndir einstaklingar hafi verið með í höndum skotvagn, með nægilega langdrægum flaugum. Þeir hafi ekki tekið tillit til þess möguleika, að um annars konar vél gæti verið að ræða en herflutningavél. Þeirra búnaður hafi ekki haft nægilega góðan radar, til að bera kennsl á flugvélar. Þegar þeir sáu 2ja hreyfla flugvél  koma úr beinni stefnu í átt til Kíev, hafi þeir verið fullvissir að um flutningavél úkraínskra stjórnvalda væri að ræða -- og skotið hana niður ..."

* Hér: Rannsakendur segjast hafa fundið brak úr eldflaug sem talin er hafa grandað risa farþegavél yfir A-Úkraínu

Jón Valur Jensson, 15.8.2015 kl. 21:51

14 Smámynd: Jón Bjarni

Ok Jón Valdur - Rússar eru fyrirmyndarþjóð sem ekkert hefur gert af sér síðustu ár, hvers aðgerðir í Ukraínu og á Krímsskaga eru fullkomlega réttlætanlegar ásamt því sem Pútin sjálfur er mannvinur mikill sem ekkert aumt vill sjá og engan meiðir (eða lætur hverfa) nema til þess standi brýnir almannahagsmundir. Framkoma Vesturvelda og okkar bandamanna er til skammar og við eigum ekki að taka þátt í þeirri vitleysu enda verðum við að vernda hagsmuni sægreifa sem þangað selja vörur, helst þó þannig að stór hluti hagnaðar verður eftir þar sem skattar eru hagstæðir - hér heima fyrir passa þeir svo að skuldsetja sig hressilega - það hjálpar til við að komast hjá greiðslu tekjuskatt auk þess sem gagn er að því þegar þarf að væla í fjölmiðlum ef einhver er vondur við þá.

Þú ert alveg með þetta

Jón Bjarni, 15.8.2015 kl. 22:02

15 Smámynd: Jón Bjarni

En hvað veit ég svosem... ég er svo fáfróður að ég skil varla hvað ég sjálfur skrifa

Jón Bjarni, 15.8.2015 kl. 22:03

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Náttúrulega ekkert líkt eða sambærilegt Kósovókrísunni.   Barasta ekki neitt.

Það sem gerðist í Krím var, - að rússar annexíuðu svæðið.  Þetta var svonefnt   unlawful annexation á tæknilegu alþjóðamáli.

Þetta er svipað og þegar Hitler fór að annexía ýmis svæði á sínum tíma með einum eða öðrum hætti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2015 kl. 22:19

17 Smámynd: Jón Bjarni

Látt'ekki svona Ómar - Úkraína er nú tæpast fullvalda ríki og varla hægt að tala um að nokkur tæki mark á landamærum þeirra - Rússar voru í fullum rétti að ráðast þarna inn og við hin eigum ekkert að vera skipta okkur af því sem þarna gerist - það gæti bara gert illt verra - svo er þetta líka svo langt í burtu að okkur kemur þetta bara ekkert við. Svo er þetta mest ESB að kenna, ekki Rússum

Jón Bjarni, 15.8.2015 kl. 22:22

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Ps. það er erfitt að botna í rússum þessi árin.

Sem betur fer þá eru vopn Vesturveldanna yfirgnæfandi í samanburði við Rússlands og efasamt að Ras-Pútín vilji leggja í herdæmi gegn lýðræðis-ríkjunum.

En hafa skal í huga að stærri þjóðir geta alveg bætt við sig hernaðarlega á skömmum tíma ef vilji þeirra er fyrir hendi.

Þannig var það með Hitler og Nasista.  Þeir tóku við nánast herlausu landi.

Ein af ástæðum þess að Hitler og nasistar komu svo öðrum ríkjum mjög svo á óvart trekk í trekk var að nasistar höfðu byggt upp sterkasta her nokkru sinni á ótrúlega stuttum tíma.

Sennilegast er það þó flóknara dæmi í dag að byggja upp ofur-her.  Nema menn séu þá að tala um gjöreyðingarvopn.  Rússar eiga þau náttúrulega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2015 kl. 22:26

19 Smámynd: Jón Bjarni

Þessvegna eigum við ekkert að vera styggja þá Ómar - þó þeir séu eitthvað að narta í landamæri nágranna sinna - ekki okkar vandamál eins og Jón Valur hefur bent á

Jón Bjarni, 15.8.2015 kl. 22:28

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Páll Vilhjálmsson kallaði hér nánast í sínu fyrsta orði eftir rökum fyrir aðild Íslands að þessu viðskiptastríði, þ.e. "að Ísland er á lista þjóða sem taka undir ágenga stefnu Nató gagvart Rússlandi í Úkraínudeilunni."

Réttilega kallar Páll hér eftir þeim rökum; þau hafa EKKI verið lögð fram með neinum skýrum, hvað þá skipulegum hætti. Og það eru t.d. engin rök, að Evrópusambandslönd séu með þessa stefnu viðskiptaþvingana. Við erum EKKI bundin þeim ríkjum og stefnu þeirra (þótt Einar Benediktsson, fv. sendiherra, hafi talið svo, með næsta hlálegum hætti*). Við þurfum að fá að vita, hvers vegna nauðsynlegt eða skyldubundið sé að gera þetta, sem og, hvort þessi aðgerð viðskiptaþvingana hafi raunhæfar líkur á að VIRKA. En það hefur hún raunar ekki -- engum manni með öllum mjalla dettur í hug, að Rússar muni láta af hendi Krímskagann, enda tilheyrir hann þeim með ekki minni rétti en Kosowo tilheyrir múslimunum þar (en það vildu vesturveldin einmitt, á kostnað fullveldisréttinda Serbíu).

Hver eru rökin fyir nauðsyn á viðskiptabanni og fyrir þeim ómældu fórnum sem Ísland yrði að leggja fram vegna þess? Það er spurning dagsins, en æpandi er þögn málsvara USA-ESB-stefnunnar í þessu máli.

* Sjá hér: Gunnar [....]. Annar ESB-maður hótar okkur varnarleysi, ef við hættum viðskiptabanni!

Jón Valur Jensson, 15.8.2015 kl. 22:31

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mal Jóns Bjarna, t.d. um Pútín og Rússa, er ekki svaravert. 

Komi hann eða einhver með skýr rök fyrir því, að Rússar hafi hér brotið alþjóðalög meðótvíræðum hætti, sem engin fordæmi væru fyrir, þá skal ég hlýða á þau rök. Hitt er herská haukastefna að GEFA SÉR án raka réttmæti "okkar" málstaðar hérna vestan megin.

Kallað er eftir rökum, ekki mali og masi úr herbúðum ESB-hvolpa.

Jón Valur Jensson, 15.8.2015 kl. 22:38

22 Smámynd: Jón Bjarni

Nákvæmlega.. til hvers að vera atast í þeim ef þeir vaða bara uppi eins og þeim sjálfum sýnist hvort eð er.. 

Jón Bjarni, 15.8.2015 kl. 22:39

23 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta er alveg rétt hjá þér, eins og ég sagði hér ofar þá hafa Rússar ekki svo við vitum gert nokkurt athugavert í samskiptum sínum við önnur ríki árum og jafnvel áratugum saman - allar meiningar um annað er lítið annað en áróður ESB og Bandaríkjanna

Jón Bjarni, 15.8.2015 kl. 22:41

24 identicon

Jón Valur: Rökin eru tiltölulega augljós. Rússar hafa með innlimun Krím brotið gegn meginreglu sem lengi hefur verið virt í Evrópu og víðar, þeirri að ríki vinna ekki land með hervaldi. Það brot má ekki vera refsilaust.

Ég myndi halda því fram að það sé rangt sem sumir hafa haldið fram að Kósóvó sé fordæmi. Kósóvó var vissulega aðskilið frá Serbíu með hervaldi til að stöðva þjóðernishreinsanir en héraðið var ekki innlimað í NATO ríki heldur sett undir stjórn SÞ. Það hefur síðan ekki reynst mögulegt að setja Serbíu aftur saman, ef svo má að orði komast, en það er ekki sambærilegt við landvinningaárás.

Nú er það svo sem ósennilegt að þvinganirnar "virki" í þeim skilningi að Rússar fari frá Krím í bráð. Það gerist sennilega ekki án stríðs. Hinsvegar er fyrir öllu að þær núlli út pólitískan ávinning Pútíns af uppátækinu (m.a. með hækkun matvælaverðs) og fæli þannig Pútín og svipaða stjórnarherra frá samskonar uppátækjum í framtíðinni.

Annars er leiðinlegt hversu margir mistúlka þessar refsiaðgerðir sem einhverjar ESB-aðgerðir. Næstum öll lýðræðisríki í heiminum taka þátt í þeim og ESB hefur ekki verið sérstaklega leiðandi um að koma þeim á. Þjóðverjar hafa raunar verið með tregustu þátttakendum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 22:51

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Bjarni fær lítt dulið sinn öfundarróg og fjandskap við útgerðir landsins. Þetta fellur nú í kramið hjá Samfóistum! En að telja "sægreifa" komast hjá að greiða tekjuskatt af fisksölu sinni til Rússlands, það er einfaldlega lygi. Sannarlega eru borgaðir skattar og veiðigjöld af þessum veiðum og tekjum af þeim, á sama tíma og Norðmenn o.fl. þjóðir eru með mikla ríkisstyrki til sinna útgerða.

En varðandi hans síðasta innlegg, kl. 22.41, skal á það bent, að ekki er hún betri músin sem læðist en hin sem stökkur. Bandaríkin og Evrópuambandið hafa lagt óheyrilegt fé til undirróðurs, áróðurs og launaðra mótmæla í Úkraínu á síðustu árum. Það er eðlilegasti hlutur í heimi, að Rússum mislíki það stórlega, sem og fjölda Úkraínubúa sem eru ekki jafn mútuþægnir og sumir Íslendingar.

Jón Valur Jensson, 15.8.2015 kl. 22:56

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú horfir þarna fram hjá því, Hans, að þegar Khrústsëv innlimaði að eigin geðþótta Krímskagann inn í Úkraínu --- tók hann frá Rússlandi, sem hann hafði tilheyrt um eða yfir tvær aldir --- þá var það bæði stjórnarskrárbrot í hans eigin landi og íbúarnir einskis spurðir!

Jón Valur Jensson, 15.8.2015 kl. 23:03

27 Smámynd: Jón Bjarni

Jón Valur - hvernig ætli standi á því að félög í eigu Þorsteins Más séu stærstu skuldarar landsins - heldur þú að það hafi hugsanlega eitthvað með það að gera að vextir af lánum drgast frá hagnaði áður en kemur að skattgreiðslu? Ætla nú ekki að fara ræða við þig hér um leiðir til skattasniðgöngu.. 

En enn og aftur verð ég að taka undir með þér, þú hefur alveg sannfært mig um það að Rússar eru mun skárri en bæði Bandaríkin og ESB, við ættum sjálfsagt að reyna halla okkur meir að rússum og færa okkur um leið fjær bæði ESB og BNA

Jón Bjarni, 15.8.2015 kl. 23:06

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekkert hlutleysi til í þessu máli.  Ef menn fylgja ekki vina- og frændþjóðum í Evrópu, - þá fylgja menn rússum og Pútín.  Það er bara þannig.

Það er ekki hægt að líta framhjá gjörðum rússastjórnar.  Burtséð frá háttalagi heimafyrir, þá eru gjörðir þeirra gagnvart Ukrainu þær sem áður er lýst.  Rússar brutu alþjóðalög og tóku bara landsvæði af ríki.

Það sem setur þetta svo í ákveðið samhengi og vekur sérlega ugg, - eru margar, margar aðrar sambærilegar aðstæður þar austur frá.  Austurfrá sem er nú ekki lengra í burtu en bakgarður Norðurlanda.

Þ.e.a.s. rússneskumælandi fólk eða fólk af rússnesku bergi brotnu sem er hluti af ríkjum og svæðu þar.

Fólk sem sér ekki gígantíkina í þessu, - það er ólæst á alþjóðleg stjórnmál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2015 kl. 23:18

29 identicon

Jón Valur: Landamæri Úkraínu voru formlega viðurkennd af Rússlandi fyrir löngu og með Búdapest-samkomulaginu gáfu Rússar meira að segja sérstakt fyrirheit um að virða þau.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 23:22

30 Smámynd: Jón Bjarni

Það skiptir ekki máli hans - meirihluti íbúa Krímskaga vildi láta innlima sig í Rússland og þar með komin full heimild fyrir Rússa að ráðast inn í Úkraínu - hvað sem öllum landamærum líður - lestu ekki það sem Jón Valur er að segja hérna?

Jón Bjarni, 15.8.2015 kl. 23:31

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hans, þú hlýtur að vita af neðanjarðarstarfsemi og fjáraustri ESB og USA í Úkraínu.

Jón Valur Jensson, 15.8.2015 kl. 23:46

32 Smámynd: Jón Bjarni

Hvernig kemur það því við að Rússland virðir ekki landamæri fullvalda ríkis og ræðst þangað inn með gríðarlegu mannfalli og tjóni - en stríðið hefur kostað rúmelega 6000 manns lífið, meirihluti þeirra óbreyttir borgarar úkraínu - hér situr þú svo í rólegheitum á Íslandi og segir þetta allt saman bara í góðu lagi og talar um einhverja neðanjarðarstarfsemi ESB og BNA - hvað er eiginlega að þér Jón Valur?

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 00:01

33 identicon

Jón Valur: Það má svo sem vel vera að ESB og BNA haf haft óeðlileg afskipti af stjórnmálum í Úkraínu. BNA og ýmis ríki ESB hafa svo sem gert slíkt áður.

Ég sé nú samt ekki hvernig óeðlileg afskipti eins ríkis af stjórnmálum annars ríkis veitir þriðja ríki heimld til að gera innrás og hirða það landsvæði sem því líst vel á.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 00:02

34 Smámynd: Jón Bjarni

En hey.. verum nú ekkert að skipta okkur að þessu svo við getum nú örugglega selt innrásarliðinu fisk

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 00:03

35 Smámynd: Jón Bjarni

Í dag voru þú og einhver spekingur að tala um að það væri hægt að kaupa íbúðir fyrir alla vestmanneyinga fyrir peningana sem tapast vegna þessa viðskiptabanns - sem er "skondið" því það er ca sami fjöldi óbreyttra borgara og hefur fallið vegna þessarar innrásar Rússa - en það er gott að gott fólk eins og þú ert með forgangsröðina á hreinu - er þetta kristna siðferðið sem þú ert alltaf að tala um?

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 00:08

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mannfallið hefur verið á báða bóga, Jón Bjarni, og ekkert vantað á, að Úkraínustjórn hafi sýnt hörku.

Mannfallið hefur verið um 220 sinnum minna en mannfallið í Afganistan-stríði Sovétríkjanna 1977-89, en þá var ekki farið út í neitt viðskiptabann! Hvers vegna ekki? Hvaðan kemur allt í einu þessi mikla umhyggja USA+ESB? Og af hverju lítur Obama ekki í spegil og veltir því fyrir sér, hvort rétt hafi verið af honum að styðja uppreisn í Sýrlandi gegn Assad forseta? Þar er mannfallið gríðarlegt og flóttamannastraumurinn ótrúlegur og Sýrland ekki lengur eitt ríki, heldur skipt í mörg herstjóra-ríki, þ.á m. Ríkis islams? Fór það svona vel, með sundurskotnar borgir, að við getum bara horft fram hjá þessari fífldjörfu aðgerð Bandaríkjanna í þágu einhvers "arabísks vors" (!!!), en eigum á sama tíma að taka heils hugar undir með Obama, að það sé náttúrlega hræðilegt hvað Rússar séu að gera Úkraínumönnum? Þó er reyndar á 2. tug milljóna rússneskur minnihluti í Úkraínu, og haldið þið Hans, að þeir hafi bara verið hlutlausir og horft að rússneska herinn aka sínum skriðdrekum inn í landið? Og hvar var þessi "innrás" eiginlega? Var hún nokkur í alvöru, og átti sér ekki stað milljarða innrás Bandaríkjanna og ESB inn í úkraínsk þjóðfélagsmál? Þiðvitið væntanlega, að það komst upp um slíka starfsemi Bandaríkjamanna með hlerun síma sjálfs sendiherra USA í Kænugarði!

Og hvað með hörku-loftárásir Frakka (sósíalistans Hollande) á Líbýu -- stuðluðu þær að friði og öryggi borgaranna? Er þar allt í sómanum?! Og hve mörgum sinnum fleiri en 6.800 eru fórnarömbin þar?! Og gleymið ekki Sýrlandi!

Á NATO-sinninn ég að kyngja hverju sem er, hvaða ögrun sem er, af hálfu vesturveldanna, og helzt að hrópa húrra fyrir því, að þeim takist (skítt með frið og öryggi) að svæla Úkraínu undir ESB og NATO? Nei takk!

Hræsnarar eru þessir USA+ESB-menn sem leyfa sér að demonísera Rússa í Úkraínu, hafandi sjálfir mörghundruðfalt verri hluti á samvizkunni.

Bandarískir stórkapítalistar eru grjótfúlir yfir því, að þeim tókst ekki að ná atvinnulífi Rússlands undir sín fyrirtækjaáhrif, því að þeir ráku sig á, að Pútín reyndist þeim enginn þægur Jeltsín. Horfið á þetta líka í því ljósi.

Og staðreynd er, að Evrópusambandið stefnir að því að ná Úkraínu inn, þess vegna lýsti sjálfur Rampuy, forseti ráðherraráðs ESB, þessu yfir: "Úkraína á heima í Evrópusambandinu!" Það er agendað, og í það fara fjárfestingarnar og mútugreiðslurnar, í samvinnu við öfgafulla valdaránsstjórn í Kiev, sem styðst m.a. við hálf-fasísk element.

Má óska þér til hamingju með siðferðisprúðu samherjana, Jón Bjarni?

Jón Valur Jensson, 16.8.2015 kl. 01:51

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna eru fáeinar ásláttarvillur, en allir sjá þó meininguna.

Jón Valur Jensson, 16.8.2015 kl. 01:55

38 Smámynd: Jón Bjarni

Það hafa um það bil 500 Rússar látið lífið í þessum bardögum, og alveg er það einstaklega subbulegt að horfa á þig enn og aftur gera lítið úr dauðsföllum órbreyttra borgara. Hvar liggja mörkin Jón - hvenær eru nógu margir dánir áður en gripið er til aðgera? Og ef Rússar fá að gera þetta óáreittir hvað gera þeir næst? Pútin sjálfur hefur ýjað að því að hann vilji ná til baka því sem hvarf þegar Sovíetríkin liðuðust í sundur - heldur þú að hann sé hættur núna, svona í alvöru?

Ég þekki þónokkra vel menntaða Úkraínubúa Jón Valur, og þeir vilja ALLIR að landið þeirra gangi í ESB, og það kemur engum mútugreiðslum við - þeir vilja einfaldlega þau tækifæri sem í aðild fellst - þeir vilja ekki vera land mitt á milli Rússa og Evrópu - hvort sem þú og þitt ESB hatur trúir því eða ekki.

Rússar réðust inn í land í Evrópu, vanvirtu landamæri þessu og öllu dauða nærri 4000 óbreyttra borgarara ásamt gríðarlegu tjóni á mannvirkjum ásamt öðru - ekkert sem þú hefur sagt réttlætir það og allt þvaður þitt um meinta heimsvaldastefnu ESB og ábyrgð þess eða BNA í þessu máli er ekkert nema þvaður.

Þú sannar það fyrir mér enn og aftur Jón að þú ert ekkert sérstaklega góð manneskja, þú röflar alla daga um lífsvernd ófæddra einstaklinga en virðist svo oft á tíðum nokkuð sama um hvað verður um þá sem eru lifandi nú þegar. Ég eins og allt annað þokkalega þenkjandi fólk er á móti því að fólk sé drepið, hvort sem það er í Sýrlandi, Afganistan, Líbíy eða annarsstaðar. 

Þetta er komið gott held ég - ég skil nokkurn veginn hvaðan þú ert að koma og hef mjög skýrar skoðanir á þér fyrir vikið

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 02:01

39 Smámynd: Snorri Hansson

Ég tel ekki ráðlegt að gera breytingar á veru okkar í bandalögum.

 Aftur á móti getum við set í lög jafnvel í stjórnarskrá, að við skrifum aldei undir stuðningsyfirlýsingar við árásir annara  aðildarríkja  né tökum þátt í refsiaðgerðum eða kúgunum að neinu tagi.

 Við komumst upp með það vegna smæðar  og herleysis.

 Enda er okkar framlag afnot af Keflavíkurflugvelli og ekkert annað.

Snorri Hansson, 16.8.2015 kl. 02:04

40 identicon

Jón Valur: Auðvitað var innrás í Krím. "Grænu karlarnir" voru ekki rússneskumælandi Úkraínumenn sem áttu einkennisbúninga inni í skáp og skriðdreka úti í bílskúr.

Þú ert að þvæla málið um of. Það hefur lengi verið samþykkt regla í samskiptum ríkja að land er ekki unnið með hervaldi þegar einu sinni hefur verið samið um landamæri. Það var stórt skref í átt að betri heimi að sú regla komst á og það væri afturför ef grafið væri undan henni. Rússar brutu þessa reglu og það má ekki vera refsilaust.

Hugsaðu í augnablik um alla þjóðernisminnihlutana í Evrópu og heiminum öllum, sérstaklega þá rússnesku víða í fyrrum austantjaldslöndum. Hefði það verið samþykkt að landamæri megi færa til með hervaldi á þeim forsendum sem Rússar bera fyrir sig þá hefði stórkostlega hættulegt fordæmi verið sett.

Ef við horfum á málið frá sérstökum sjónarhóli Íslendinga þá ætti það líka að vekja áhyggjur að ef nota má hervald til að breyta umsömdum og viðurkenndum landamærum þá er ekki langsótt að yfirfæra það á landhelgisréttindi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 02:21

41 Smámynd: Snorri Hansson

Jón Bjarni, þú kemst ekkert betur út úr þessu með því að drulla yfir viðmælendur þína.

Að reyna að slá keilur með því að níða niður vel rekin fyrirtæki er raunar þjóðaríþrótt okkar en er skammarleg fyrir það og afar dapurlegt.

 Enn ef þú veist um að þessi fyrirtæki fari ekki að lögum þá á að láta vita.

 Að dylgja um það að ástæðulausu er að mínu mati svívirðilegt.

Snorri Hansson, 16.8.2015 kl. 02:24

42 Smámynd: Jón Bjarni

Það er ekkert ólöglegt við það á Íslandi að skuldsetja sig í þeim tilgangi að komast hjá skattgreiðslu eða selja fisk til dótturfélaga erlendis og þaðan selja hann áfram - ég var ekki að saka neinn um lögbrot. Það er ekkert athugavert við rekstrur íslenskra útgerðafyrirtækja á Íslandi annað en það að þau nota vel þekktar aðferðir til þess að takmarka eigin skattgreiðslu hérlendis.  

Hvað varðar það að "drulla" yfir Jón Val þá get ég alveg fullvissað þig um það að í gegnum árin hef ég fengið vænar gusur frá honum, og það fer mun meira í aðra áttina.

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 02:32

43 Smámynd: Jón Bjarni

Bara smá dæmi... Afhverju heldur þú að Kristjáni Loftssyni sé alveg sama þó hann tapi peningum á því að veiða hvali? Ætli það sé vegna þess að hann getur hvort eð er notað tapið á móti eigin skattgreiðslum?

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 02:36

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú þarft að útfæra þetta nánar JB, hvernig þetta gerist, menn trúa þér ekki einfaldlega sem slíkum.

Kristján Loftsson hefur svo miklar tekjur af eignarhlut sínum í HB Granda, að það er ekkert mál fyrir hann að tapa 87 milljónum á einu ári af hvalveiðum í fyrra (og þær gengu betur í ár); og hann á farm upp á meira en tvo milljarða króna á leið norður fyrir Síberíu til Japans. Það er engin vesöld á þeim manni. En þú ert auðvitað sem ESB-þræll hlynntur hvalveiðibanni, af því að sá er vilji Brussel-tröllsins.

Röngum "gusu"skrifum þínum nenni ég ekki að svara.

Svo skaltu gera þér grein fyrir því, að stærsti hluti fallinna, óbreyttra borgara í Úkraínu er á austursvæðunum, í Donetsk og víðar, og þar er það einmitt sem úkraínski herinn hefur beitt sér svo harkalega gegn almennum borgurum með sprengju- og loftárásum.

En þér er einkar lagið að réttlæta athafnir valdaræningjanna og skella allri skuld á Rússa!

Um refsistefnu Hans ætla ég að þessu sinni að hafa sem fæst orð. En merkilegt þykir mér, að ríki fara svona út í alvarlegar aðgerðir án þess að nokkur dómur hafi verið felldur hjá réttum aðilum (t.d. hjá Alþjóðadómstólnum í Haag, Alþjóða-stríðsglæpadómstólnum eða í öryggisráði SÞ) eða neitt um þessar aðgerðir samþykkt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Á hér enn að sniðganga þær og búa bara til nýja "Coalition of the Willing"?

Jón Valur Jensson, 16.8.2015 kl. 02:57

45 Smámynd: Jón Bjarni

Jón Valur - tap Kristjáns á hvalveiðum dregst frá hans eigin hagnaði og dregur þannig úr skattbyrði hans - við skattgreiðendur borgum því með veiðunum, ekki mjög flókið. Þorsteinn Már og fleiri skuldsetja fyrirtæki sín hérlendis, því meira sem fyrirtæki er skuldsett því minna greiðir það í skatta þar sem þeir greiðast af hagnaði þegar vaxtakostnaður ásamt öðru hefur verið dregin þar af. Svo er það þetta með að lána sjálfum sér peninga (eins og álverin) og breyta þannig skattskyldum arði í skattfrjálsa vexti og koma þannig úr landi þangað sem umhverfið er "þægilegra" - allt saman fullkomlega löglegt. "Falska" illa útlítandi ársreikninga er svo þægilegt að nota þegar áróðursmaskínan er sett af stað ef einhver vogar sér að ætla ná af þeim einhverjum peningum. Þú fyrirgefur þessvegna þó ég hafi afskaplega takmarkaða samúð með þessu fólki.

En ég held ég sé kominn með þetta hjá þér, þér finnst í lagi að Rússar vanvirði landamæri fullvalda ríkis innan Evrópu og þér finnst að íbúar þess lands eigi ekki að fá að ráða því sjálfir hvort þeir sameinist evrópusku efnahagssvæði. Vegna þess eigum við ekki að standa með okkar helstu bandamönnum og viðskiptalöndum í málinu - svo íslenskir sægreifar missi örugglega ekki spón úr sínum aski.

Súper flott alveg

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 03:15

46 identicon

Jón Valur: Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur ekki lögsögu í málinu nema Rússar fallist á að bera það undir hann og Rússar eru ekki aðili að stríðsglæpadómstólnum (sem þar fyrir utan myndi ekki úrskurða um landamæri). Rússar beittu neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðs SÞ sem annars hefði verið samþykkt með 13 atkvæðum gegn einu (Kína sat hjá).

Allsherjarþing SÞ hefur ályktað um ólögmæti innlimunarinnar með 100 atkvæðum á móti 11 (58 sátu hjá) en sú ályktun er vissulega ekki bindandi.

Annars er það merkilegt hvað þér tekst að hugsa marga hringi í kring um aðal málið. Rússar eru beinlínis að gera atlögu að því fyrirkomulagi að samskipti ríkja fari eftir lögum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 03:18

47 Smámynd: Jón Bjarni

Ég held Hans að hér vegi einfaldlega meira andúð Jóns Vals á ESB

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 03:26

48 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Auðvitað eiga Íslendingar að hugsa sjálfstætt um sín utanríkismál.Hvað hefur breyst milli okkar og Rússa,sem réttlætir vandlætingu okkar og þáttöku í refsiaðgerðum gegn þeim.-Jón Bjarni sjálfstæð þjóð eins og Íslendingar eru og þrá að vera áfram,hljóta alltaf að setja í forgang að brauðfæða borgara  sína.-- Einhver tiltekinn fjöldi óbreyttra borgara hafa fallið í Rússlendi,því miður. Þannig verður það alltaf þar sem lönd þurfa að verjast  yfirgangi og ógn.Ef Jón Valur ber saman þá fjármuni sem tapast,vegna viðskiptabanns og þess sem væri hægt að kaupa fyrir þá,ertu svo ósvífinn að telja hann meðsekan um dauða þessa blessaða fólks. Þú Jón Bjarni býrð ekki til forgangsröð í stríði.Og þótt byssurnar þegi hjá gömlu stríðsglöðu fyrrum andstæðingum,hafa þeir ráð til að líta vel út siðferðilega.Sá sem slær svo eftir sé tekið,er að verjast.    

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2015 kl. 03:36

49 Smámynd: Jón Bjarni

Rússar eru ekki að verjast einu eða neinu Helga.. þeir réðust inn í annað ríki

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 10:24

50 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jón Bjarni, Helga var bara að hugsa þetta yfir kaffibollanum.

Jónas Ómar Snorrason, 16.8.2015 kl. 19:01

51 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það var ekki gerð nein innrás í Krímskaga.

Fólkið á Krímskaga ákvað að halda atkvæðagreiðslu um hvaða ríki þeir vildu tilheyra.

Rússnesku fallhlífarhermennirnir sem sumir kalla hér litlu grænu  mennina en Krímverjar kalla kurteisu mennina, sinntu því hlutverki að koma í veg fyrir að kjósendur væru myrtir af Nasistum á kjörstað.

Krímverjar hafa fullan rétt á að halda slíka atkvæðagreiðslu samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna og bregðast við niðurstöðum hennar með viðeigandi hætti.

Það er flestum orðið ljóst að þetta voru með öllu sanngjörn málalok og evrópskir þingmenn frá Frakklandi, Ítalíu ,Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum streyma nú þangað til að kynna sér málin þótt seint sé.

það gæti verið upplagt fyrir okkar þingmenn að fara þangað og spyrjast fyrir hvort það sé vilji Krímverja að við beitum Rússa viðskiftaþvingunum til að gera þá aftur að Úkrainumönnum.

Væri það ekki upplagt að fara kannski eftir vilja þessa fólk frekar en einhverra Úkrainskara oligarka og einhverra stríðsóðra titta í bandaríkjunum.

Borgþór Jónsson, 16.8.2015 kl. 21:54

52 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held að það gæti verið ágætt að rifja upp aðdraganda þessa máls til að menn átti sig á að hér hefur ekkert hræðilegt gerst,heldur hafa gerst þau gleðilegu tíðindi að loksins eru Krímverjar "komnir heim" eins og þeir orða það.

Fyrst gerist það að Krímskagi er innlimaður ólöglega í Úkrainu af Úkrainskum forseta Sovétríkjanna 1956 að mig minnir.

Næsta sem gerist er að Sovétríkin hrynja og síðan er Úkraina mynduð.

Á þeim tíma 1991 ,að mig minnir, var ríkur vilji á Krímskaga til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um  hvaða landi Krímskagi skyldi tilheyra.

Vesturveldin komu í veg fyrir að þessi atkvæðagreiðsla gæti farið fram og neyða í raun krímverja til að tilheyra Úkrainu,en til að koma í veg fyrir uppþot fengu krímverjar sérstaka stöðu innan Úkrainu.

Sovétríkin voru á þessum tíma of veikburða til að halda uppi rétti Krímverja

Síðasta sem gerist er að þegar stórn Úkrainu er hrakin frá völdum ,meðal annars af Nasistum ,þá sætta krímverjar sig ekki lengur við að tilheyra Úkrainu eða heyra undir þessi stjórnvöld.

Þing Úkrainu tekur síðan ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og það er gert með aðstoð Rússneskra fallhlífarhermanna.

Krímverjar samþykkja svo að sameinast Rússlandi.

Enginn efast um að vilji stórs meirihluta Krímverja er sá að tilheyra Rússlandi,en það hentar ekki "geoplitískum" markmiðum NATO og þeir eru viti sínu fjærri af heift.

Þá er spurningin hvort við eigum samleið með lýðræðislegri ákvörðun Krímverja eða hvort við eigum samleið með löngun bandaríkjamanna til að koma eldflaugum í 160 mílna fjarlægð frá Moskvu.

Í stað þess að beita þetta fólk viðskiftaþvingunum eigum við að gleðjast með þeim yfir að vera komnir heim.

Borgþór Jónsson, 16.8.2015 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband