Nauðgun og nafnlausar fréttir

Fréttir af nauðgun eru alltaf nafnlausar af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi til að verja hagsmuni fórnarlambsins og í öðru lagi vegna þess að meintur nauðgari er saklaus þangað til sekt hans er sönnuð. Það er skammur vegur á milli nafnlausra frétta og engra frétta.

Réttarkerfið viðurkennir ekki nauðgun fyrr en að undangenginni rannsókn og réttarhaldi. Á meðan því ferli stendur ætti að hafa aðgát í nærveru sálar.

Vandséð er að fórnarlamb nauðgunar sé betur statt ef fréttir tíunda nafnlausa ásökun un nafnlausa nauðgun.


mbl.is Ákvörðunin byggi á skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Dálítið merkilegt og raunar rannsóknarefni að klínískur sálfræðingur og lögfræðingurinn, lögreglustjórinn sem unnið hafa árum saman með fórnarlömbum kynferðisofbeldis, skuli vera á allt annari skoðun um áhrif fjölmiðlaumfjöllunar á fórnarlömbin´en talskonur Stígamóta.

Ég hef mína skoðun á því hvernig á þessu standi en læt hana liggja milli hluta hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.7.2015 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband