Lífshagsmunir Grikkja og Íslendinga - fullveldið eða ESB

Í gær myndaðist samstaða um brýna hagsmuni Íslendinga á sviði efnahagsmála. Alþingi var kallað saman og nauðsynleg lög samþykkt. Frekari lagasetning er boðuð og fer með hana líklega eins og önnur þingmál - fundarsköp alþingis gilda.

Víkur þá sögunni til Grikklands þar sem brýnir hagsmunir grísku þjóðarinnar eru í húfi. Í sjö ár er búið að kasta boltanum á milli Aþenu og Brussel, með viðkomu í París, Berlín og Washington. Engin úrlausn er sjáanleg sökum þess að Grikkir framseldu drjúgt af fullveldi sínu til ESB.

Í reynd er Evrópusambandið með neitunarvald í málum sem varða lífshagsmuni Grikkja. Það neitunarvald heldur Grikkjum í varanlegu kreppuástandi.

Íslendingar eru á hinn bóginn fullvalda og í færum að taka nauðsynlegar ákvarðanir með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.


mbl.is Skiptust á skotum um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Peningana eða lífið! 

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2015 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband