Ungt fólk flýr ESB-ríki

Ungir Írar sjá ekki framtíð fyrir sig í ESB-ríki sem býr við evru og er stjórnað frá Brussel. Jafnaldrar ungra Íra í löndum Suður-Evrópu eru iðulega útskrifaðir úr skóla og inn á atvinnuleysisbætur.

Evrópusambandið virkar einfaldlega ekki. Efnahagskerfi sem býður ekki upp á atvinnu heldur jafna og stöðuga kreppu er ekki á vetur setjandi. Illu heili fyrir íbúa ESB-ríkja er ekki svo auðveldlega undið ofan af samrunaþróun álfunnar.

Efnahagshörmungar Grikkja eiga rætur að rekja til evrunnar, gjaldmiðils sem hentar ekki Grikklandi. Engu að síður þora Grikkir ekki fyrir sitt litla líf úr myntsamstarfinu sem ætlar þá lifandi að drepa. Ástæðan er sú að auðsstéttin í Grikklandi heimtar evru-aðild til að eiga sem hægast að flytja fjármagnið úr landi.

Unga fólkið greiðir atkvæði með fótunum og flýr ESB-ríki, sé þess kostur.


mbl.is Unga fólkið flýr frá Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það sést æ betur hvað undangengin þjóðaratkvæðagreiðsla,um inngöngu hefði verið gagnleg.Formaður Samfylkingar fannst fráleit hugmyndir okkar þar um,af því hún viðgekkst ekki í allri Evrópu. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2015 kl. 11:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En hvað um það, fólk flýr frá einu ESB-ríki til annars ESB-ríkis?

Ómar Ragnarsson, 5.6.2015 kl. 16:01

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Evran hentar Þjóðverjum býsna vel enda taka sveiflur evrunnar mið af efnahagsástandinu í Þýskalandi.  Þeir sem koma þar næstir virðist mér vera Holland, Lúxemborg og Belgía. 

Pundið hentar Bretum ágætlega og því flytja margir ungir Írar yfir sundið til nágranna sinna.  Grikkir virðast innlyksa þar sem flestir þeirra eru staurblankir og geta sig hvergi hreift.  En þeir sem hafa safnað digrum sjóðum vinna hörðum höndum við að koma peningum sínum í skjól annarsstaðar í Evrópu. 

Aðrar Evrópu þjóðir eru í miklum vanda jafnvel Frakkar eru farnir að finna fyrir daunillum þef evrunnar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.6.2015 kl. 16:50

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Írsk ungmenni verða að flýja út fyrir ESB rammann.  Færu þau til meginlandsins mættu þau aðeins holskeflu jafnaldra sinna úr austri - frá fyrrum USSR og í vaxandi mæli þeim frá Miðvesturlöndum og Afríku.
Jafnvel UK, sem hefur um aldir verið þeim valkostur, hefur ekki lengur neitt að bjóða þeim.

Kolbrún Hilmars, 5.6.2015 kl. 18:27

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já illt er það Kolbrún mín. Hefði það hvarflað að manni að eitthvert ástand annað en stríð,gæti valdið slíkri upplausn. Ég hitti þýska kunningjakonu í gær,sem vandar ESb ekki kveðjuna. Evran væri hrein mistök og mátti skilja á henni,að vesturhluti þýskalands héldi þeim austari uppi.Svona rígur eins og við þekkjum þótt léttvægur sé!?  

Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2015 kl. 22:10

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvert skildi þetta ungafólk flýja?  Er ekki alvega að sjá það! Margir sjálfsagt myndu flytja til USA ef þau gætu. En að öðruleit sé ég ekki lönd innan Evrópu sem þau gætu vænst betri stöðu nema þá Noregur. En úps við erum ekki í ESB en margir flytja héðan þangað sem og til Asíu! Það er eins og menn séu bara búnir að gleyma að það varð hruun í Írlandi líka sem og Grikklandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2015 kl. 01:20

7 Smámynd: Snorri Hansson

Magnús, Svona mikið atvinnuleysi hjá ungu fólki í svona langan tíma og sér ekki fyrir endan á ,hefur stórskemmandi áhrif fyrir fólkið sjálft. Ekki aðeins efnahagslega. Það er einfaldlega mannskemmandi.

Snorri Hansson, 6.6.2015 kl. 03:51

8 Smámynd: rhansen

ESB var aldrei búið til  ,Til þess að allir yrðu rikir ,alveg þveröfugt og þvi virðast allir gleyma ,alltaf !! ...Það eiga bara vera þeir riku og svo vinnulyðurinn !!...aldrei verið hugsað öðruvisi ..og á bara efir að versna þar af leiðandi ...

rhansen, 6.6.2015 kl. 17:14

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Herr Juncker hinn sífulli Forseti ESB að störfum: https://www.youtube.com/watch?v=XPgiI46FCDU

Gunnlaugur I., 8.6.2015 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband