Píratar: verkföll eru úrelt, vinstriflokkar sömuleiðis

Verkföll þar sem hagsmunir þriðja aðila eru teknir í gíslingu eru úrelt. Píratar segja það upphátt sem vinstriflokkarnir hugsa í hálfum hljóðum en almenningur hefur fyrir satt.

Tímabært er að huga að lagasetningu á verkföll opinberra starfsmanna og hjúkrunarfræðinga, núna þegar stjórnmálaflið sem skorar hæst í skoðanakönnunum er búið að afhelga heilagan verkfallsrétt.

Vinstriflokkar, sem þora ekki að taka afstöðu gegn verkalýðsrekendum, eru vitanlega jafn úreltir og verkfallsrétturinn.


mbl.is „Lögbundin heimild til að valda skaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband