ESB er vandamálið, ekki lausnin

ESB skiptir sér af smáatriðum í lífi borgaranna, með reglugerðum um ávexti og hvaða ljósaperur skuli nota, en finnur ekki lausn á stórum vandamálum, eins og fljóttamannastraumnum frá Mið-Austurlöndum.

ESB er ekki með lýðræðislegt umboð almennings. Evrópuþingið er valdalaust, þingmenn mega ekki leggja fram lagafrumvörp, þann rétt hafa embættismenn framkvæmdastjórnarinnar einir.

Engin sam-evrópsk hreyfing stendur að baki Evrópusambandinu. Í augum almennings er ESB í besta falli ill nauðsyn en í versta falli skrifræðisskrímsli sem rænir völdum frá þjóðþingum, þar sem fulltrúar almennings sitja.

Næstu ár verða til umræðu annmarkar og ókostir Evrópusambandsins. Og ESB er búið að tapa þeirri umræðu nú þegar.


mbl.is Vilja endurheimta völd frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Er styrkjakerfi ESB í raun háþróað múturkerfi?

Þeir sem helst sjá kostina við ESB eru þeir sem hafa menntun og tíma til að þvælast um í styrkjakerfi ESB. Þetta eru þá helst miðaldra karlar með háskólapróf í miðborg Reykjavíkur. 

Þetta er líka oft sömu mennirnir og framleiðir marga hillumetra á ári af lofgjörðum um ESB.

Um 80 - 90% almenning mun aldrei geta nýtt sér hið háþróaða múturkerfi/styrkjakerfi en sumir af þeim hrífast þó með í einskonar múgsefjun um hluti sem þeir skilja ekki.

Eggert Sigurbergsson, 4.6.2015 kl. 10:48

2 Smámynd: Jón Bjarni

Skrifinnskubákn ESB er minna en embættimannakerfi parísarborgar Páll

Jón Bjarni, 4.6.2015 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband