Múslímafasismi

Hópar eins og Boko Haram, Ríki íslams,  Al-Qaida og Talibanar myrða í nafni trúar og finnst ekkert tiltökumál að skera fólk á háls, nauðga og pynta. Allt eru þetta múslímahópar. Hryðjuverk múslíma á vesturlöndum, t.d. í Kaupmannahöfn í gær og í París um daginn, eru framin í nafni spámannsins og með arabíska herópið allah akbar á vörum.

Múslímafasismi af þessari gerð, s.s. sjálfsmorðssprengjuárásir, nýtur stuðnings í mörgum samfélögum múslíma, eins og stórar alþjóðlegar kannanir leiða í ljós.

Norski blaðamaðurinn Per Edgar Kokkvold skrifar í hófsamt borgaralegt dagblað, Aftenposten, og tekur vara á þeirri hneigð margra að kenna múslímafasisma ekki við þá trú sem hún sprettur úr. Hér heima er Jónas Kristjánsson með áþekk varnaðarorð.

Ef andóf er meðal múslíma gegn fasískum hryðjuverkum trúbræðranna þá fer það andóf hljótt. Og kannski fer það hljótt sökum þess að vestræn orðræða er feimin við að kalla trúarfasismann sínu rétta nafni.

 


mbl.is Skotinn með köldu blóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Íslensk yfirvöld eru hér með aðvöruð. Gerist hið sama hér á landi eins og gerðist í París og Kaupmannahöfn, án þess að neitt sé fyrirfram reynt til að koma í veg fyrir það, verður full ástæða til að varpa ábyrgðinni á því yfir á stjórnmálamenn þessa lands.

Það sem felst í árásinni í Kaupmannahöfn er ekki bara að hún sé árás á tjáningarfrelsi, heldur er hún fyrst og fremst árás á samkomufrelsið. Hér eftir verður hver eins samkoma borgarana í Danmörku litin öðrum augum en áður.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.2.2015 kl. 15:48

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég veit ekki betur en að íslensk yfirvöld séu að gera það sem þau geta til að verjast svona árásum sé gerð tilraun til slíks. Besta leiðin til að gera það er að taka þátt í því alþjóðlega og fjöþjóðlega lögreglusamstarfi sem okkur býðst og þar er Shengen samstarfið öflugasta leiðin. Þá fyrst yfðum við varnalausir eða varnalitlir gegn slíku ef við segðum okkur úr því samstarfi.

Sigurður M Grétarsson, 16.2.2015 kl. 08:05

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður.

Við úrgöngu úr Schengen myndum við í fyrsta lagi spara ómælt fé skattgreiðenda. Við þyrftum í öðru lagi ekki að segja okkur úr samstarfi við Interpol og fjölda annarra sem við erum þegar í samstarfi við.

Í þriðja lagi þá myndum við ekki þurfa að hleypa hverjum sem er sísvona eins og nú er í Scchengen.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2015 kl. 08:12

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá sparar það okkur talsvert fé að vara í Shengen samstarfinu enda mun ódýrara að fá upplýsingar um glæpagengi og hryðjuverkasamtök með beinum tölvuaðtangi heldur en að þurfa að rannsaka þetta allt sjálfir.

Í öðru lagi þá nær samstarfið í Interpol takmarkað og þar er langur svartími. Flýtisvartími þar er 24 tímar en almenur svartími 72 tímar. Það sarstarf nýtist því takmarkað við eftirlit með fólki sem kemur til landsins.

Í þriðja lagi þá eru engir sem fá rétt til að koma til landsins á grunvelli Shengen samstarsins. Það samstarf hengur út á landamæraeftirlit og eftirlit með glæpagengjum og hryðujverkasamtökum en hefur ekkert með darlarelyfi að gera. Það er EES samkomulagið sem hefur með frjálsa för ríkisborgara EES ríkja að gera en ekki Shengen samstarfið. Bretar hafa jafnan rétt til að koma heingað eins og aðrir íbúar aðildarlanda EES samstarfsins þó Bretland sé ekki aðili að Shengen og aðrir ríkisborgarar aðildarlanda EES samstarfsins hafa sama rétt til að setjast að í Bretlaid og hér þó Bretar séu ekki aðilar að Shengen samstarfinu.

Bretar eru í síst inni vanda með erlend glæpagengi og hryðkuverkssmtök heldur en Shengen ríkin og væntanlega gengi þeim betur í baráttunni við slíka hópa ef þeir væru aðilar að Shegen samstarfinu.

Sigurður M Grétarsson, 16.2.2015 kl. 08:33

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður.

Það er samstarf víðar en Interpol.

Bretar eru með áratugalangt innflytjendavandamál vegna gamla samveldisins og hafa alls kyns hópar getað hreiðrað um sig þar um áratuga skeið. Ólíku saman að jafna en hér. Óumdeilt er að auðveldara hefur verið fyrir óþjóðalýð að komast inn í landið eftir að við gengum í Schengen illu heilli.Bara byggingin sem krafist var kostaði fáeina milljarða í byggingu - hvað þá í rekstri síðam.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2015 kl. 09:33

6 Smámynd: Sigurgeir A Sigurgeirsson

Gunnar, ábyrgðin væri ekki síður á fjölmiðlum þessa lands.

Sigurgeir A Sigurgeirsson, 16.2.2015 kl. 20:08

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Predikarinn. Þú heldur áfram að tala í öfugmælum. Shengen samstarfið hefur alls ekki gert glæpagengjum auðveldara fyrir að athafna sig hér heldur þvert á móti auðveladar það baráttuna gegn þeim. Það stafar af því að með því höfum við mun betri aðgang að upplýsingum um þessi glæpagengi sem gerir lögreglunni mun auðveldara með að berjast gegn þeim heldur en væri ef við værum ekki aðilar að því samstarfi. Við fáum upplýsingar um það á meðan flugvél er á leiðinni hingað frá öðru Shengen ríki ef menn sem eru þar um borð sem eru á skrá í Shengen gagnabankanum. Við getum því skupulagt viðbrögð við því áður en þeir koma til landsins. Það gætum við ekki ef við værum ekki aðilar að Shengen samstarfinu.

Einnig er á hverri einustu lögreglustöð menn með aðgang að Shengen gagnabankanum sem gerir þeim kleift að fletta hverjum sem er þar upp og fengið strax þær upplýsingar um þá sem þar eru öfugt við Interpol þar sem þarf að senda formlega fyrirspurn og fá svar eftitr einn til þrjá sólahringa.

Við verðum mun berskjaldaðri gagnvart bæði glæpagengjum og hryðjuverkasamtökum en við erum í dag ef við göngum úr Shengen samstarfinu. 

Sigurður M Grétarsson, 16.2.2015 kl. 22:58

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SMG

Já við sjáum það velæ á Tony Omos mansalista og þekktum glæpamanni ? Hversu miklar upplýsingar bnárust um hann ? ? ?  Og ótal fleiri ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2015 kl. 23:24

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Tony Omos kom hingað frá Sviss sem er utan Shengan og því fór hann í gegnum sams konar vegafréfaeftirlit og allir færu í gegnum ef við segðum okkur úr Shengan. Staðreyndin er sú að síkt skilar litlu sem engu í baráttu við skipulagða glæpstarfsemi enda stendu það hvorki í vegabréfum manna né á enni þeirra að þeir séu glæpamenn. Væntanlega hefur Omos notað falskt vegabréf eins og flestir hælisleitendur. En hvað hann varðar sérsatklega þá hefur ekkert komið fram um það að hann sé viðriðin nokkra glæpi. Það var rannsakað hér en sú rannsókn skilaði engu og því er það ósannað mál.

Sigurður M Grétarsson, 18.2.2015 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband