Verjandi Jóns Ásgeirs viðurkennir sekt

Í fyrsta sinn viðurkenna Baugsmenn sekt í dómsmálinu gegn þeim. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs viðurkenndi í varnarræðu sinni í dag að Jón Ásgeir hafi fengið ólögmætt lán frá almenningshlutafélaginu Baugi. Vörnin byggist á því að ekki séu refsiheimildir fyrir lögbrotinu þar eð að í lögum segir að hlutafélögum sé óheimilt að veita lán og þar með megi ekki refsa Baugsforstjóranum því hann er maður en ekki hlutafélag.

Rétt er að óska Baugsmönnum til hamingju með kannast við það sem öllum var orðið löngu ljóst að sjóðir almenningshlutafélagsins Baugs voru notaðir sem einkabanki Jóns Ásgeirs.

Í leiðinni er sjálfsagt að taka hatt sinn ofan fyrir þessari snjöllu málsvörn: Forstjóri og hlutafélag er ekki sami hluturinn. Ef aðeins Jón Ásgeir hefði hagað sér í samræmi við innsæið sem birtist í málsvörninni hefði ekki verið ástæða til að ákæra hann.


mbl.is Segir refsiheimildir ekki fyrir hendi í hlutafélagalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þegar kemur að baugsveldinu og baugfingri sjálfum er nauðsynlegt að passa sig.  Páll þú mátt ekki missa þig svona.  Það gengur ekki að senda baugfingri löngutöng dag eftir dag. 

Ég bið þig að láta baugfingur og litlaputta í friði.  Þó þeir hafi nú kannski eitthvað gert þér, fjölskyldu eða öllum vinum þínum.  Þessir félagar þurfa næði til að kaupa upp Bretland og það hjálpar þeim lítið hvað þú talar illa um þá.

Gaman væri að vita afhverju Dabba og hinum skítugu táslunum er svona illa við löngutöng og litlaputta.  Þú ættir að skrifa um það. 

Björn Heiðdal, 28.3.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Ár & síð

Þýðir þetta þá, ef rétt er, að Bónusmenn sleppa á svipuðum lagakrókum og olíufurstarnir? Hvar var annars bloggið þitt um þá sýknu?

Ár & síð, 28.3.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband