Þjóðarsátt um einkavæðingarstopp

Bankar og fjármálageirinn renna hýru auga til orkufyrirtækjanna sem, að frátöldu mennta- og heilbrigðiskerfinu, eru eini umtalsverði reksturinn enn í opinberri eigu. Áður en umræðan kemst á hættulegra stig ættu menn, einkum stjórnmálamenn, að sammælast um að ekki komi til greina að einkavæða orkufyrirtækin í fyrirsjáanlegri framtíð.

Samkeppnisrekstur hentar afar illa á orkumarkaði vegna þess að hann beinlínis kallar á sóun. Ef mörg fyrirtæki keppa um framleiðslu og flutning á raforku og heitu vatni margfaldast grunnfjárfestingin. Margar raf- og hitaveitulagnir í hvert hús er vitanlega út í bláinn.

Einkavæðing orkugeirans myndi þýða einokun einkafyrirtækja og það þjónar ekki almannahag. Reynslurökin eru ótvíræð: Það er hyggilegast að hafa orkufyrirtækin í opinberri eigu. Þar með er ekki sagt að mistök hafi ekki verið gerð í rekstri orkufyrirtækja. Vegna þess hve orkufyrirtækin eru stöndug, mörg hver, þurfa fulltrúar almennings í stjórnum þeirra að gæta sín og haga sér ekki eins og peningafurstar heldur kjörnir fulltrúar.  Almenningur á þó alltaf kost á að skipta um meirihluta í kosningum. Verði orkufyritækni einkavædd er það fjármagnið sem ræður, ekki almannavaldið.


Eftirsókn fjármálamanna eftir orkufyrirtækjunum er mælikvarði á þverrandi auðlindir hlutabréfamarkaðarins. Þar sem búið er að einkavæða flest það sem auðveldlega hægt er að fénýta og selja sumt oftar en einu sinni verður ásókn peningamannanna ákafari eftir orkufyrirtækjunum. Stjórnmálamenn þurfa að standast þessa ásókn og almenningur að halda þeim við efnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tæknilega séð er ekkert mál að einkavæða orkufyrirtækin, án þess að til sóunar þurfi að koma til við reksturinn.   Fara má með grunnlagnakerfið á sama hátt og í tilviki símafélagana, sem þýðir aðeins ein lögn í hvert hús.   Dæmi: Síminn á lagnirnar inn í húsið mitt, en ég kaupi þjónustuna frá Vodafone.   Nóg er til að fyrirmyndum út í hinum stóra heimi hvað fyrirkomulag varðar.   

Hitt er svo annað mál, hvort það borgi sig fyrir okkur almenning að einkavæða á þessu sviði; það fer að sjálfsögðu eftir útfærslunni.

Sigurður j. (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Geir Haarde hefur fyrir löngu sagt að þetta sé næsta stóra málið. Einkavæðing orkugeirans.

Sjálfur tel ég gróða af fyrirtækjunum betur settann hjá ríkinu þar sem fleiri geta notið góðs af, en hjá einhverjum prívat okrurum sem svo monta sig af að á annað borð borga skatta og gera mest í því að hatast í ríkinu -sem er nú bara óvart tól lýðræðisins.

Nú þaf að snúa við fiskveiðkvótabruðlinu og koma kvótamálinu í rétta höfn. Það leynist hin góða byggðastefna. Það er ófært að fiskarar séu að borga fyrirfram uppsprengt fyrir óveiddann fiski og það beint til einhvera feitra kalla sem nenna ekki að vinna.

Ólafur Þórðarson, 28.3.2007 kl. 04:28

3 Smámynd: Ólafur Als

Skynsamlega mælt Sigurður J. Hér skiptir mestu að fari fram umræða sem leggur til hliðar vangaveltur um fjölda hitaveitulagna eða raflagna í hvert hús eða tal um vonda ríka karla. Ef hægt er að sjá fram á að kostir við sölu orkufyrirtækja séu fleiri en gallarnir, neytendum til góða, eigum við óhikað að feta þá braut.

Ólafur Als, 28.3.2007 kl. 09:05

4 identicon

Ég er hræddur um að svona hræðsluáróður eins og þú byrjar með Páll leiði heldur til þess að orkufyrirtækin verði á endanum gefin einhverjum gæðingum.
Það eru kostir og ókostir við einkavæðingu og það er betra að byrja skynsamlega umræðu. Fyrst er að finna bestu útfæslu á einkavæðingu sem hægt er að gera og skoða svo hvort hún er til góðs eða ills fyrir neytendur og náttúruna.
Ég veit um einn Sigurð J. sem ég treysti til að koma með góðar hugmyndir á þessu sviði.

Kveðja
Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:11

5 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Tek heilshugar undir grein Páls. Við eigum eftir að sjá síaukna umræðu um nauðsyn þess að "nútímavæða" orkufyrirtækin, "think tanks" eiga eftir að koma fram blaðrandi um hversu nauðsynlegt er að einkaðilar reki orkufyrirtækin o.sv.fr. Bakvið þetta er aðeins og Páll bendir á, vilji fjármagnseigenda til að komast yfir náttúruauðlyndir íslendinga þannig að þeir geti í orðsins fyllstu merkingu pumpað upp hagnaði. Það er engin lausn að lögleiða einkavædda einokun, eins og Sigurður heldur fram, reynslan af einkarekinni einokun er vægast sagt hræðileg alls staðar þar sem hún er. Það getur hvaða hagfræðingur sagt Sigurði hversu slæm einkarekin einokun er. En eins og Páll bendir á, ef einokunin er ekki til staðar leiðir það til gengdarlaus bruðls og offjárfestinga.

Reynslan af einkavæðingum orku og veitufyrirtækja erlendis er vægast sagt hroðaleg. Skemmst er að minnast rafmagnsskortinum í Kaliforníu, þar sem einkafyrirtæki blóðmjólkuðu stöðu sína með stórfelldu okri. Reynslan frá þriðjaheimslöndum er slæm, þar sem einkaaðilar hefur jafnvel tekist að breyta vatni í lúxusvöru. Og hér í Bretlandi er reynslan slæm. T.d. mjólkuðu einkareknu vatnsfyrirtækin einokunargróða sinn með feitum bónusum og stórum arðgreiðslum, meðan infrastrúktúrinn grotnaði niður. Nú er svo komið að það er vatnsskortur á SA Englandi, meðan þriðjungur vatnsins fer forgörðum í lekum pípum. Það þurfi að hóta Thames Water fyrirtækinu með því að vatnsfyrirtækið væri tekið af þeim til þess að þeir fóru loksins að taka við sér og gera við lekar pípur. Nú er búið að grafa upp aðrahvora götu í London til viðgerða á vatnslögnum. Fyrir tveimur árum eða svo var ekkert gert við nema rof, bara pumpaður upp ofsagróði til stjórnenda og hluthafa. Til að stoppa það þurfti almenningsvaldið í raun að taka yfir með tilskipunum. Ef það þarf til,  þ.e. að ríkið og sveitarfélög þurfi að skipa einkaaðilunum fyrir til að fá lágmarksþjónustu, hvert í ósköpunum er markmiðið þá með einkavæðingu orku og veitufyrirtækja? Svarið er einfalt, ofsagróði til handa fjármagnseigendum og þeirra sem njóta einkavinavæðingar. Nei takk.

Guðmundur Auðunsson, 28.3.2007 kl. 11:41

6 Smámynd: Ólafur Als

Hér fer Guðmundur með fleipur hvað varðar einkarekna einokun. Út frá hagfræðinni er ekki hægt að segja til um hvort einkarekin einokun sé slæm. Hér skiptir öllu hvernig hún komst á eins og sérhver heilvita maður hlýtur að átta sig á. Aðferðafræðin við mögulega sölu skiptir miklu en mestu skiptir þau skilyrði sem fyrirtækjum eru sett - þ.á.m. eftirlit með þá almannaþjónustu sem þeim er ætlað að veita. Reynsla af einkavæðingu orku- og veitukerfa hefur ekki alls staðar verið slæm en dæmin eru þó mörg um slíkt. Hér skiptir mestu að ræða málið frá öllum hliðum en ekki bjóða upp á einsleita og á köflum alranga mynd af reynslu annarra. Hér verður að vega og meta kosti hins einkarekna vs. hins opinbera um svo mikilvæga þjónustu sem orku- og veitukerfi veita. Og ekki skal hinu gleymt að fá sem best verð fyrir allt saman ef niðurstaðan verður sú að selja einkaaðilum.

Ólafur Als, 28.3.2007 kl. 13:20

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er dapurlegt til þess að vita, að til eru einstaklingar, sem seint eða aldrei geta lært af mistökum reynslunnar.Athugasemd Guðmundar Auðunssonar hér að ofan er byggð á biturri reynslu þeirra, sem urðu fyrir barðinu á einkavæðingar-brölti misvitra frjálshyggjumanna báðum megin Atlants-hafs.Þá má bæta því við, að frú Margrét Tatscher lét einkavæða bresku járnbrautirnar, nær þær voru að hruni komnar vegna viðhaldsleysis, með skelfilegum afleiðingum fyrir þá, sem þurftu að nota þær, vegna þess að hinir nýju eigendur járnbrautanna vildu bara maka krókinn og ná inn gróða sem fyrst, skeyttu engu um viðhald, hvað þá endurbætur og afleiðing þess trassa-skapar voru mörg og tíð járnbrautarslyss víða um Bretland. Látum ekki mis-tök eins og sölu Símans ekki endurtaka sig. Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.3.2007 kl. 14:56

8 identicon

Guðmundur; hvernig gast þú lesið út úr setningunum mínum fjórum að ég væri að tala fyrir einkavæddri einokun?   

Svona ómálefnaleg innlegg hjálpa ekki við að koma á skynsamri umræðu.  Sjálfur hef ég ekki tekið afstöðu til þessa máls, vildi aðeins benda á að tæknilega séð væri engin fyrirstaða.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 17:04

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Samanburðurinn við símaþjónustu er hæpinn. Og Vodafone er á þessu markaði fyrst og fremst til að keppa á gsm markaði þótt þeir selji líka aðgang að fastlínu Símans. Í tilfelli orkufyrirtækja er eingöngu um að ræða fastlínur, eða lagnir.

Páll Vilhjálmsson, 28.3.2007 kl. 19:36

10 identicon

Í fjarskiptalögunum er símafélögunum gert skylt að veita keppinautunum aðgang að lagnaneti hvors annars; hvort sem við erum að tala um grunnnetið í heild eða línur inn í hús.   Landlínan inn í hús hjá mér er í eigu Símans (eða Mílu núna) en ég kaupi samt bæði [landlínu]síma- og ADSL-þjónustu af Vodafone, eftir að ég gafst upp á lélegri þjónustu gamla ríkisfyrirtækisins.   Sama fyrirkomulag myndi vera á rafmagnslögnum og öðrum veitulögnum, ef veitufyrirtækin yrðu einkavædd.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:53

11 identicon

Ég gleymdi reyndar að geta þess að þetta er þegar svona í nýju raforkusölulögunum.  Sem sagt, ég kaupi rafmagn af OR í dag, en ég gæti alveg skipt á morgun og valið t.d. Orkusöluna ehf (dótturfyrirtæki RARIK) án vandræða, þó svo að OR eigi línurnar inn í húsið mitt.   Eins og stendur er reyndar ekkert tilefni til þess, þar sem Orkusalan býður ekkert framyfir OR og því ekki fyrirhafnarinnar virði fyrir mig að skipta.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 23:04

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þakka þér upplýsingarnar, Sigurður J. Ég efast ekki um að formskilyrðin fyrir samkeppni séu fyrir hendi. En þau segja ekki nema hálfa söguna og tæplega það.

Raforka er einsleitasta vara sem hægt er að hugsa sér. Þótt mörg þúsund orkufyrirtæki vildu selja mér raforku kæmi það út á eitt; rafmagn er rafmagn. Ef þau seldu raforkuna í gegnum sama grunnnetið skipti öryggið í afhendingu engu máli.

Og þá er verðið á kílóvattstund eitt eftir. Og ég og þú megum vita að inn í einkavæddum orkufyrirtækjum þarf alltaf að gera ráð fyrir hagnaði, þegar búið er að reikna afborganir af kaupverði, afskriftir o.s. frv.

Hvort sem einkareknu orkufyrirtækin yrðu eitt, þrjú eða tólf þá hefðu þau á hreinu að hagnaðurinn yrði að skila sér. Almenningur getur ekki verið án rafmagns, það er enginn valkostur. Ég og þú munum greiða þennan hagnað. Hvort heldur þú að krafa einkarekinna orkufyrirtækja um hagnað muni aukast eða minnka eftir því sem fram líða stundir?

Páll Vilhjálmsson, 29.3.2007 kl. 00:26

13 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sigurður J, þú talar um einungis eina lögn í hvert hús en eiganda lagnarinnar sé skilt að veita aðgang að henni. Það breytir því ekki að sá aðili er í miklu sterkari stöðu en samkeppnisaðilarnir, er í raun í einokunarstöðu þó vissulega séu settar á hann skyldur. "Einokunaraðilinn" hefur t.d. sjálfkrafa aðgang að viðkvæmum viðskiptaupplýsingum um keppinautinn, hann veit nákvæmlega hverjir skipta við samkeppnisaðilann! Enda voru það að mínu áliti stórfelld mistök að einkavæða grunnetið með símanum. Þó ekki sé um klassíska einokun að ræða, þá er eigandi grunnetsins, hvort sem það eru símalínur eða aðrar lagnir, í einokunarstöðu þar sem hann á allt aðgengið, þó vissulega sé hægt að skilda hann til að veita örðum aðgang. Ég hefði meiri samúð með þeirri skoðun að einkavæða "smásöluna" eða þjóustuhlutann, en halda veitukerfinu og framleiðslukerfinu í almannaeign.

Reyndar er ég líka á móti einkarekstri á þjónustuhluta almannaveitnanna, enda felur það í sér bruðl, hveru mikla bjúrókrasíu viljum við byggja upp til að reyna að tæla kúnna frá vatnssölumanni A til B? Vatnið er það sama hvort sem er! Vatn (og rafmagn) er almannanauðsyn, ekki neysluvara, og mér finnst það fjarstæða að hækka kostnaðinn við dreifinguna á vatninu með því að fjármagna her sölumanna (það eru auðvitað engir vatnssölumenn í dag) sem hefðu það eitt að markmiði að fá þig til að skipta frá einum vatnssala til annars. Slíkt er einfaldlega sóun. 

Guðmundur Auðunsson, 29.3.2007 kl. 10:17

14 identicon

Sælir, Páll og aðrir skrifarar !

Mikið djöfull, er þetta góður pistill, hjá þér; Páll. Rökvís, og einkar skemmtilegt skot, á kapítalistana. Sigurður J. gjörsamlega úti á þekju (vona að Eyjólfur hressist), mjög góðir punktar, hjá Guðmundi Auðunssyni og ''veffara'' nokkrum.  

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 22:52

15 identicon

þetta er það sem ég hef einmitt verið að hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguð einkavæðing orkugeirans og hvað sagð ekki Sigurjón 'Arnasson bankastóri Landsbankans á orkuþingi eða iðnþingi um daginn að þar sagði hann að næsta stóra skrefið í einkvæðingu væri að einkavæða orkugeiran en með yfirskini að þá gætum við farið í útrás á því sviði  og svo var Glitnir að ráða til sín einn af yfirmönnum frá Orkuveitunni og við sjáum allt í hvað stefnir  En undarlegast er að heyra lítið frá vinstrimönnum um þessi mál Og síðn eru það vegirnir þá þykist ´sjóvá geta byggt fyrir okkur vegina á ódyrari hátt en þeir slepptu bara öllum mislægum gatnamótum settu bara hringtorg í staðinn hókus pókus  ég hélt að Sjóvá væri tryggingafélag ne málið er það peninga mafían í þessu landa langar svo mikið að koma peningunum sínum í vinnu hjá ríkinu sem milliliður muna menn ekki hvað Þorsteinn Pálsson skrifaði um daginn að við þyrftum enga hjáveituaðgerð á þessu sviði Eg hélt að ef að ríkið vill byggja vegi þá þarf enga milliliði til þess takk fyrir

einar hauksson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband