Ómar leiðréttur vegna Norðmanna

Noregur var hernuminn af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld. Í bloggi Ómars Ragnarssonar segir að fleiri Norðmenn hafi barist með Þjóðverjum en nam fjölda þeirra sem gekk andspyrnuhreyfingunni á hönd.

Samkvæmt alfræðiútgáfunni Store norske lexikon voru um fimm þúsund norskir sjálfboðaliðar í hersveitum Þýskalands. Um fjörtíu þúsund Norðmenn voru í vopnuðu andspyrnuhreyfingunni, Milorg.

Það voru sem sagt átta sinnum fleiri Norðmenn í andspyrnuhreyfingunni en fjöldi norskra sjálfboðaliða í þýska hernum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tvær tölur frá árinu 1942: Í Milorg voru þá um 20 þúsund. Í NS, flokki Quislings voru 43 þúsund. 

Ómar Ragnarsson, 27.1.2015 kl. 07:07

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

5000 Norðmenn að berjast fyrir nasista 1941 samsvarar því að um 500 Íslendingar væru nú Sýrlandi að berjast fyrir ISIS. Það, út af fyrir sig, finnst mér athyglisvert. 

Ómar Ragnarsson, 27.1.2015 kl. 07:15

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Að vera í NS, sem var norskur flokkur með sömu afstöðu til Þjóðverja og Samfylkingin er í dag með til ESB, er ekki það sama og að taka upp vopn í þágu hernámsliðsins. Það fyrra er skítlegt en það seinna er landráð.

En það er vitanlega rétt hjá þér, Ómar, að við eigum að vara okkur á öfgunum.

Páll Vilhjálmsson, 27.1.2015 kl. 09:40

4 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Misræmið í tölunum sem Ómar nefnir er auðvelt að útskýra: Þeir sem gengu til liðs við andspyrnuna settu sig í lífshættu; voru settir í fangabúðir eða teknir af lífi ef þeir náðust. Það fól enga áhættu í sér fyrir stuðningsmenn nasista að ganga í NS, raunar sennilega ávinning, þessir aðilar voru sannfærðir um sigur nasista. Þó félagar í NS hafi verið fleiri en í Milorg er engan veginn hægt að draga þá ályktun að Norðmenn hafi verið hallir undir nasista. Þeir sem hafa ekki sjálfir staðið frammi fyrir hernámi af þessu tagi ættu ekki að gerast of dómharðir.

Þorgeir Ragnarsson, 27.1.2015 kl. 12:53

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tek undir það að yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna var andvígur þýska hernáminu og að þeir gátu ekki verið að hrópa um þá andstöðu á torgum. Ungu mennirnir, sem fóru í austurveg, voru vafalaust margir í svipaðri aðstöðu og ungt atvinnulaust fólk með litla menntun margt hvert, sem fer til að berjast fyrir ISIS.

Í stað vonleysis kreppuáranna sáu þeir fyrir sér bjartari framtíð og stöðu Noregs sem forystuþjóðár hvað snerti hreinan aríakynstofn ofurmenna í samgermönsku ríkjabandalagi, þar sem undirmálsfólk á borð við Slava þjónuðu herraþjóðinni eða "rotturnar", Gyðingana,sem átti að hreinsa út úr Evrópu, ýmist með nauðaflutningum eða útrýmingarbúðum.

Quisling hélt fram sérstöðu Noregs á fundum við Hitler, sem Hitler kvað í kútinn.  

Útrýming Gyðinga varð að mestu ofan á vegna tæknilegra erfiðleika við að flytja milljónir þeirra til Arabalandsins Palestínu, því að Þjóðverjar reyndu að vingast við Arabaþjóðirnar og nýta sér andúð þeirra á nýlenduveldi Breta og máttu því ekki styggja þá í bili.

Þúsund ungir Norðmenn fórust í hildarleiknum á austurvígstöðvunum, sem samvsvarar því að við Íslendingar myndum missa hátt í hundrað menn suður í Sýrlandi. 

Ég fellst á að svona samanburður getur aðeins takmarkast við ákveðin atriði og eins og það að grafast fyrir um orsakir þess að harðar öfgar ná heljartaki á fjölda ungs fólks. 

Sérkennilegt er hins vegar þegar menn leggja Þýkaland nútímans að jöfnu við Þýskaland Hitlers.  

Ómar Ragnarsson, 27.1.2015 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband