Vinstrimenn í vanda með skjól guðs og homma

Viðbrögð íslenskra vinstrimanna við Parísaródæðum eru undarleg. Egill Helgason gaf þeirri skoðun vængi að dauður lagabókstafur á Íslandi um guðlast væri á einhvern hátt skyldur fjöldamorðum í París.

Samkvæmt Agli sýndi Ísland samstöðu með þeim myrtu af við felldum dauða bókstafinn úr gildi.

RÚV, sem er næmt á vinstristrauma þjóðfélagsins, flytur fréttir í kvöld sem setja vinstrimenn í klemmu. Það kemur á daginn, segir RÚV, að lög á Íslandi verja ekki aðeins guð við lasti, háði og spotti heldur líka homma.

Næstu daga munu vinstrimenn á Íslandi reyna að greiða úr þeim vanda sem blasir við þegar guð og hommar njóta hvorir tveggja skjóls í lögum lýðveldisins. Verði gefið út sérstakt skotleyfi á guð, í nafni samstöðu við tjáningarfrelsið, verða vinstrimenn berir að hræsni. Og taki vinstrimenn vörnina sem hommar njóta í lögum verður spurt hvort vinstrimenn séu haldnir hómófóbíu.

Sér grefur sér gröf þótt grafi.


mbl.is Lög gegn guðlasti hættuleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Í núverandi lögum stendur:

„Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
     Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
     Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."

Án skilgreininga, t.d. á „allsherjarreglu," eru núvarandi lög óskýr og þverstæðukennd. Það er því dómstóla að greiða úr þessu, sem er svosem ein leið, en skýrari lög væru til bóta, að mínu mati.

Wilhelm Emilsson, 10.1.2015 kl. 00:05

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað koma hommar þessu ákvæði um bann við guðlast við sé ekki samhengið. Og ég man eftir að Spaugstofna var kærð eða klöguð til lögreglu og Úlafar Þormóðsson var jú dæmdur 1983 minnir mig fyrir brot á þessari grein.:

Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.

 

Gæsalappir

 

125. gr

 

 

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.1.2015 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband