Einar Kára gengur í Framsókn

Varaformaður Vg, Björn Valur Gíslason, fullyrðir að Framsóknarflokkurinn sé búinn að eignast DV. Með því að Einar Kárason rithöfundur og margstimplaður samfylkingarmaður er kominn á DV hlýtur Einar að vera orðinn framsóknarmaður, samkvæmt rökleiðslu varaformannsins.

Hræringarnar í kringum DV og uppgangur fjölmiðlaveldis, sem Björn Ingi Hrafnsson er skrifaður fyrir en Jón Ásgeir stendur á bakvið, er mest viðskiptapólitískur en minna flokkspólitískur.

Viðskiptapólitískur veruleiki málsins er sá að 365-miðlar eru úr sér gengin viðskiptahugmynd. Helstu tekjupóstar 365-miðla eru áskriftarsjónvarp og fríblaðaútgáfa. Áskriftarsjónvarp er dautt eftir tilkomu efnisveitna á netinu. Fríblaðaútgáfa þrífst á auglýsingum sem óðum færast á netmiðla.

Fjölmiðlahluti 365-miðla hverfur inn í samsteypu auðmanna ásamt DV og Eyjunni-Pressunni. Varaformaður Vg fær hland fyrir hjartað, ekki vegna fákeppni auðmanna á fjölmiðlamarkaði, heldur sökum þess að hann óttast að vinstriflokkarnir missi spón úr aski sínum. Maður stórra hugsjóna, hann Björn Valur.


mbl.is Einar Kárason ráðinn á DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hann Einar Djúpi verður alltaf sú sál sem hann fæddist með í Ísafjarðardjúpi.

Ef hann hefur leiðst úti einhverja áróðursvitleysu um að ef hann ætti að fá leyfi til að vera hann sjálfur með "viðurkenndri" virðingu, þá þyrfti hann að hata einhvern stjórnmálaflokk, til að fá brautargengi! Ja, þá verður nú fjölmiðlun þessa lands ekki viskunnar-velferðar-vegurinn greiður fyrir framtíðarfólkið.

Strákurinn Einar Kárason, (Einar Djúpi), gerði bara sitt besta til að berjast áfram, með sína bók. Hver gerir það ekki í dómsstólaspilltu landi upplýsingarþöggunar?

Guðni er meira að segja orðinn fornaldar-femínisti:)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2015 kl. 19:39

2 Smámynd: Diddi Siggi

Bíddu nú við Anna er Einar fæddur æa Vestfjörðum og er hann þá landsbyggðarhyski?

Diddi Siggi, 4.1.2015 kl. 02:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvenær og hvernig breyttust borgarbúar í hyski? Hvað tók það þá langan tíma? 
 Allur skarinn með landsbyggðina í genunum,ha,ha,ha,

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2015 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband