Forseti, biskup; falska gagnrýnin og samheldnin

Úrtölur eru ekki gagnrýni heldur uppgjöf. Hatur á þjóðmenningunni er ekki gagnrýni heldur vanmetakennd. Biskup og forseti gripu hvor með sínum hætti, í tilefni áramóta, á því falsi sem reynt er að selja sem gagnrýni en er uppdráttarsýki.

Hrunið leiddi af sér þessa uppdráttarsýki sem, vel að merkja, þótt hávaðasöm væri, skilgreindi ekki allt þjóðfélagið. Samhliða fölskum tón uppgjafar og vanmáttar ríkti eftir hrun samheldni þjóðar sem var staðráðin að vinna sig úr kreppu og eymd.

Skýrasta dæmið um samheldnina er að friður var á vinnumarkaði. Stéttir sem reyna að rjúfa þennan frið, flugmenn í fyrra og læknar núna, fá litlu áorkað.

Þjóðin hampar fremur þeim sem tala máli samstöðu en hatursfulla öfgafólkinu. Niðurstöður síðustu þingkosninga eru ótvíræður vitnisburður þar um.

 


mbl.is Minnti á það sem þjóðin hefur áorkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Fimmtánda október, 2013, skrifaði síðuhafi á vef Kennarasambands Íslands:

„Þegar kemur að samningum við þá sem verðleggja starf kennarans, sveitarfélög og ríkisvald, eigum við að snúa veikleika okkar í styrk. Án kennara verða íslensk heimili óstarfhæf. Kennarar eiga að gera viðsemjendum sínum ljóst að verkfall, þess vegna til nokkurra mánaða, sé afleiðingin ef starf kennarans verði ekki metið að verðleikum." 

Heimild: http://fg.ki.is/pages/22/NewsID/4674

Þetta er nú ekki beinlínis orðræða þjóðarsáttar. Hljómar þetta ekki meira eins og orðræða stétta „sem reyna að rjúfa þennan frið [á vinnumarkaði], flugmenn í fyrra og læknar núna", svo ég noti orð síðuhafa?

Wilhelm Emilsson, 2.1.2015 kl. 02:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta ekki hluti af stærri grein,? Þá sem andsvar til annara á þessum vef. Það getur enginn túlkað ummæli Páls sem ofstopa mæli,miklu frekar sem kröfu um viðurkenningu starfsstéttar,sem hann tilheyrir. Ég man eftir þegar kennarar fóru í allri hógværð fram á hærri laun,virkileg ástæða til að benda  viðsemjendum á að meta þá að verðleikum.  

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2015 kl. 03:40

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Helga, þetta eru lok greinar eftir Pál. Orð hans eru alveg skýr, nema einhver vilji halda því fram að þegar hann segi „verkfall" þá meini hann ekki verkfall.

Wilhelm Emilsson, 2.1.2015 kl. 06:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í þessum bút áréttar hann að stéttarfélagið snúi veikleika í styrk.Það er ekkert líkt kröfum hálauna stétta. ath. Var búin að svara þessu en við "send" klikkaði það og gerir stundum,rellan orðin þreytt,kannski ég líka.

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2015 kl. 07:00

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Helga, þegar kennarar fara í verkfall, „þess vegna til nokkurra mánuða" og gera íslensk heimili „óstarfhæf" eins og Páll segir, þá er það í lagi, að hans mati, en þegar læknar fara í verkfall þá er það að „rjúfa frið" og svoleiðis fólk kallar Páll „hatursfullt öfgafólk". Það blasir við að Páll er ósamkvæmur sjálfum sér.

Þú segir að það sé ekkert líkt með kröfum lækna og kennarara. Aðferðin er sú sama: verkfall.

Ég tek það fram að ég er í þessum athugasemdum ekki að leggja mat á verkfallsaðgerðir í sjálfu sér. Ég er bara að benda á ærandi ósamræmið í málflutningi Páls.

Wilhelm Emilsson, 2.1.2015 kl. 08:16

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     
Oft kölluð vopn,en misjafnlega öflug og ógnandi. 

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2015 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband