Húmor gegn menningarhatri

Hatursorðræðan gegn kristinni menningu, sem birtist í aðfinnslum við því að börn sæki kirkju, eins og þar gæti farið fram eitthvað annað en menntun í kristni, má ekki festa rætur og breiða úr sér.

Húmor gagnast vel gegn menningarhatri sértrúarhópa sem hreiðra um sig í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.

Heims-um-ból athugasemd forsætisráðherra hittir í mark.


mbl.is Sigmundur hnýtir í mannréttindaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Umfjöllun og gagnrýni er ekki það sama og „hatursorðræða", sem er hugtak úr vopnabúri pólitísku réttrúnaðarstefnunnar, eins og þú veist áreiðanlega.

Ég hélt að þú værir maður málfrelsis, Páll.

Wilhelm Emilsson, 14.12.2014 kl. 22:02

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hefur ekki mikið verið amast við því þegar fólk segist ekki vera trúað eða kýs að hlýða ekki á messu. Íslendingar eru frekar liberal þegar kemur að trúmálum. En nú eru aðrir tímar og þeir sem telja sig komast af án kristins siðar vilja meina öðrum að sækja kirkju. Það felst ekki mikið umburðarlyndi í því eða mannkærleikur. Ekki einu sinni frjálslyndi, sem sama fólk þykist þó eiga reiðinnar bísn af.

Ragnhildur Kolka, 14.12.2014 kl. 23:36

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mér finnst fólk fara svolítið offari í þessu. En mér finnst líka rétt að spyrja hvort trúaðir foreldrar ættu ekki að gera meira af því að fara sjálft í kirkju með börnunum í stað þess að gera kröfu til kennara um að sinna þessu fyrir sig.varðandi jólasiðina þá er trúarlegi þátturinn á undanhaldi, eðlilega, trúuðum fer fækkandi. En kærleikur og samvera fjölskyldunnar ætti að vera gildandi á þessari hátíð. Og gleymum því ekki að þetta er fyrst og fremst hátíð barnanna.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.12.2014 kl. 07:47

4 Smámynd: Arnar Styr Björnsson

Þeir sem eru á móti þessum heimsóknum vilja að skólinn sé "hlutlaus stofnun". Ég er ekki sammála því að hann eigi að vera það. Ég er ekki heldur sammála því að aðskilnaður skóla og kirkju sé hlutleysi, heldur er bara verið að skipta út gildum hinna trúluðu fyrir gildi þeirra sem vilja afhelgað samfélag. Þó er mikill meirihluti í fyrri hópnum.

Börn eiga rétt á menntun, en ég get ekki séð að þau eigi rétt á að fá þessa menntun í menningarlegu tómarúmi. Verður þá að banna ferðir í leikhús af því að þar er íslensk menning á boðstólnum sem kann að brjóta á rétti þeirra sem koma frá öðrum löndum? Hvað með bókasafn skólanna, má yfirgnæfandi meirihluti bókanna vera á íslensku ef að einhverjir nemendur kunna að hafa annað móðurmál?

Svo má auðvitað spyrja að því hvort að íslenska og Íslandssaga séu hlutlaus fög. Er það mannréttindabrot að kenna þau fög nemendum sem eru ekki íslenskir að uppruna? Hvað er þá að því að fara með nemendur í kirkju þegar kirkjan er stór hluti af íslenskri menningu og mikill meirihluti þjóðarinnar tilheyrir henni?

Afhelgunarsinnar og trúleysingjar eru að einfaldlega reyna að gera sín gildi að ríkjandi gildum í skólunum undir því yfirskini að um hlutleysi sé að ræða.

Arnar Styr Björnsson, 15.12.2014 kl. 10:31

5 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Menntun í kristni. 
Þú meinar trúarinnræting. 
Trúarinnræting í einum trúarbrögðum fram yfir önnur er mismunun á trúargrundvelli. 

Þetta er ekki menningarspurning. Ef þetta væri menningarspurning færu börnin allavega á blót líka. 

Skólinn á ekki að stunda trúarinnrætingu. 

Það er nákvæmlega það sem fólk mótmælir. 
Það er ekki hatursorðræða. 
Það er varla gagnrýni. 

Það er ákall á að trúfrelsi barna sé virt. 

Hans Miniar Jónsson., 15.12.2014 kl. 12:51

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er að mörgu leyti sammála þér Arnar. Nú telst ég sennilega með þessum trúlausu en ég tel að skólinn eigi að vera" skóli". Í því felst að allur tími skólahaldsins eigi að fara til menntunar. Trúfræðsla á ekki að vera þar inni, enda er það hlutverk trúfélaganna og foreldranna. Ég vil taka trúarbragðafræði út úr námsskránni og einnig Íslensku 2 sem felst í þessum íslandssögunámi.Þar með kemur meira rími fyrir " alvöru" íslenskunámi" og aukinni Enskukennslu sem nýtist í framhaldsnámi. 

Jósef Smári Ásmundsson, 15.12.2014 kl. 12:51

7 Smámynd: Kommentarinn

Gildi trúlausra eru almennt þau sömu og trúaðra. Trúaðir halda bara að þeirra gildi séu eitthvað spes. Munurinn felst helst í fjarveru galdrakalla og annarskonar bronsaldarhjátrúar hjá trúlausum. Annars eru flestir sammála um að vera góðir við hvern annan, bæði trúaðir og trúlausir.

Við sem erum trúlaus erum hinsvegar mörg hrædd við það hversu auðvelt það er að sannfæra mannfólk um allskonar vitleysu og trúarbrögð eru tilvalið stjórntæki til að réttlæta allskonar mannvonsku. Staðreyndin er nefnilega sú að þó það megi lesa ýmisslegt gott úr þessum gömlu skruddum er stór hluti þeirra tóm þvæla í bland við vond skilaboð og siðlaus skilaboð. Það sem þótti gott siðferði á bronsöld á ekki alltaf við í dag.

Kommentarinn, 15.12.2014 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband