Afturköllun ESB-umsóknar prófsteinn stjórnarflokkanna

Báðir stjórnarflokkarnir eru með skýrar flokkssamþykktir um að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fékk í arf umboðslausa ESB-umsókn Samfylkingar en hefur heykst á því að afturkalla hana.

Flokksþing Framsóknarflokksins er í febrúar/mars og skömmu síðar landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir geta ekki komið tómhentir á þessar samkomur í stærsta máli seinni tíma stjórnmálasögu landsins.

Afturköllun ESB-umsóknar er algjört skilyrði fyrir því að hægriflokkarnir gangi sæmilega trúverðugir til leiks í seinni hálfleik kjörtímabilsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband