Össur tekur Japan fram yfir ESB

Evrópustefna Samfylkingar, um að Ísland gangi í Evrópusambandið, er í beinni mótsögn við fríverslunarsamninga milli Íslands og annarra ríkja. Evrópusambandið gerir fríverslunarsamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna.

Í utanríkisráðherratíð sinni gekkst Össur Skarphéðinsson fyrir fríverslunarsamningi við Kína, sem raunar var kominn á rekspöl í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Þar með gaf Össur upp á bátinn ESB-umsóknina, sem annars var hornsteinn vinstristjórnarinnar.

Með því að Össur leggur nú áherslu á fríverslun við Japan er Evrópustefna Samfylkingar í henglum.


mbl.is Kalla eftir fríverslun við Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband