Bankarán að innan - mest í gríni

Íslensku bankarnir voru í útrás rændir að innan, af eigendum og stjórnendum. Það er meginniðurstaða rannsóknarnefndar alþingis.

Þegar sérstakur saksóknari rekur atburðarás einstakra ránsferða eigenda og stjórnenda inn i banka eru vörðurnar á ránsleiðangrinum oft glennulegir tölvupóstar - með eða án broskalla. 

Léttúð bankaræningjanna í gjörningum sem felldu íslenska bankakerfið sýnir okkur inn í heim hvítflibbaglæpamanna sem klæða afbrot í búning brandara.

Bankamennirnir líta á þjófnað sem fyndni og brandarinn verður betri eftir því sem ránsfengurinn er meiri. Vonandi hjálpar sálfræðiþjónusta Fangelsismálastofnunar bankaræningjunum að ná áttum.


mbl.is Í rúminu með vinkonu eiginkonunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband