Skotar hafna ESB

Skotar höfnuðu því tilboði að verða smáríki innan Evrópusambandsins, án áhrifa og framtíð háða óvissu. Skotar tóku sambandið við Englendinga fram yfir enda byggt á langri reynslu og hægfara þróun, fyrst í átt miðstýringar en á síðustu áratugum er heimastjórn aukin jafnt og þétt.

Skoskir kjósendur sáu framtíð sína ekki í faðmi Evrópusambandsins enda sambandið með ónýtan gjaldmiðil og á stríðsfæti í Úkraínu en þar eiga Skotar engra hagsmuna að gæta.

Innan tveggja ára verða Bretar komnir út úr Evrópusambandinu.


mbl.is Skotar hafna sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það verður ekki af Páli skafið. Hann er bráðskemmtilegur spunameistari.

En Páll er miklu meira en spunameistari. „Innan tveggja ára verða Bretar komnir út úr Evrópusambandinu," spáir hann. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers konar miðill Páll er ef hann er „Ekki Baugsmiðill." Ég er farinn að hallast að því að hann sé maður sem sér inn í framtíðina, þ.e.a.s. bara venjulegur miðill. En þetta er kannski missýn hjá mér.

Wilhelm Emilsson, 19.9.2014 kl. 06:57

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessi færsla er algjörlega út í Hróa. ESB aðild eða ekki kemur þessu ekkert við enda var ekki verið að kjósa um það.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.9.2014 kl. 08:46

3 Smámynd: Elle_

Hann orðaði þetta bara svona.  Hann er sannfærður um að eftir 2 ár verði Bretar farnir þaðan (og þar með Skotar, enda kæmi það alls ekki á óvart).  Það er ekkert rangt við það og það hljómaði ekki eins og lygi. 

Elle_, 19.9.2014 kl. 09:04

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef ég man rétt þá eru skotar í ESB! Þeir eru að fá hlutfallselga hæstu styrki m.a. vegna landbúnaðar af löndunum sem mynda Bretland. Og markmið SKota bæði þeirra sem eru sambandssinnar og sjálfstæðissinnar var áframhaldanandi vera í ESB. Sambandssinnar bentu á að það væir ekki sjálfgefið að SKotar sjálfstæðir kæmust strax í ESB. Þannig að er þetta ekki alvega öfugt við það sem Páll segir. Þ.e. að Skotar m.a. kusu að gera ekkert sem gæti komið þeim út úr ESB!

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.9.2014 kl. 11:22

5 Smámynd: Jón Ragnarsson

Skotar kusu að vera áfram í ESB.

Jón Ragnarsson, 19.9.2014 kl. 11:42

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Auðvitað sér Páll hlutina í víðsýnu samhengi,hann rýnir í fréttir og veit að þessi atriði sem hann nefnir eru þung á metunum. Líklegt að Skotar fái meiri sjálfstjórn eftir því sem fréttir herma og ennþá fjölgar þeim á Bretlandseyjum sem vilja losna undan Evrópusambandinu. --

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2014 kl. 12:55

7 Smámynd: Elle_

Jón, Skotar kusu að vera enn hluti af Stóra-Bretlandi.  Vitandi það að stór fjöldi Breta vill út.

Elle_, 19.9.2014 kl. 14:02

8 Smámynd: Jón Ragnarsson

Einmitt. "Best að vera áfram í Bretlandi, því að það eru smá líkur á því að Bretar vilji ganga úr ESB í staðinn fyrir að ákveða það sjálfir"... Hvers konar hundalógík er þetta?

Jón Ragnarsson, 19.9.2014 kl. 14:40

9 Smámynd: Elle_

Engin lókík, hvorki hunda- né katta.  En staðreynd.  Skotar kusu að vera í Stóra-Bretlandi.  Punktur.  Og ég sagði aldrei að þeir hafi gert það af því stór hluti Breta vildi út, orðin voru vitandi að stór hluti Breta vildi út.  Gerðu mér ekki upp orð og skoðanir.

Elle_, 19.9.2014 kl. 15:38

10 Smámynd: Jón Ragnarsson

Orðhengilsháttur. Bretland er í ESB, skotar ákváðu að vera áfram í samveldingu, og þar af leiðandi í ESB. Annars var þetta bara skot á bullið í Páli. Óþarfi að vera með einhverja viðkvæmni þó maður bendi á ruglið.

Jón Ragnarsson, 19.9.2014 kl. 16:12

11 Smámynd: Elle_

Það var enginn orðhengilsháttur í neinu sem ég skrifaði.  Þú svaraðir mér og gerðir mér upp orð og kemur svo og talar um orðhengilshátt og viðkvæmni þegar fólk sættir sig ekki við það.  Þeir sem valta yfir fólk nota akkúrat þetta.  Viðkvæmni.

Elle_, 19.9.2014 kl. 16:41

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Í þessum kosningum var eingöngu tekist á um sjálfstæði eða ekki. Veran í ESB er bara allt annað mál og það verður kosið um það í sér þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var örugglega enginn að velta ESB fyrir sér í kjörklefanum. Ég veit að fólk fyrir norðan , í Gairloch og öðrum sjávarþorpum sjá rautt þegar minnst er á ESB vegna þess að sjávarútvegurinn er hruninn eftir veruna í sambandinu. En þetta eru samt mestu sjálfstæðissinnarnir.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.9.2014 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband