Ónýta Ísland, endurritun sögunnar og stjórnarskráin

Áróður vinstriflokkana um ónýta Ísland beindist sérstaklega að stjórnarskránni. Í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. var búið til stjórnlagaráð, upp úr ólöglega kjörnu stjórnlagaþingi,  með það hlutverk að réttlæta pólitíska áróðurinn um ónýta Ísland.

Rauður þráður í áróðri vinstrimanna var að stjórnskipun Íslands væri ábyrg fyrir hruninu. Sögulausir vinstrimenn létu sér í léttu rúmi liggja að stjórnarskráin, sem að stofni til er frá 1874, og var því á engan hátt ábyrg fyrir útrás og hruni, sem stóð yfir á árabilinu 2000 til 2008.

Áróðursfrásögnin, sem vinstriflokkarnir reyndu að selja þjóðinni, er að tveir elstu starfandi stjórnmálaflokkar landsins, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, væru ásamt stjórnarskránni meðsekir hruninu - á meðan yngstu flokkarnir, Samfylking og Vg, væru með hreinar hendur.

Ef vinstriflokkunum hefði tekist að bylta stjórnskipun Íslands með nýrri stjórnarskrá væri búið skjóta stoðum undir áróðursfrásögnina um ábyrgð hægrimanna á hruninu samtímis sem vinstrimenn væru hvítþvegnir. Sannleikurinn er á hinn bóginn sá að sumir helstu útrásarauðmennirnir voru í nánu bandalagi við Samfylkinguna, til dæmis Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi, sem fékk líka góðan stuðning frá Vg (í fjölmiðlamálinu 2004) og aðrir fengu sérstaka blessun vinstrimanna s.s. forstjórar Kaupþings í alræmdri Borgarnesræðu formanns Samfylkingar.

Á síðasta kjörtímabili tókst að verja stjórnarskrá lýðveldisins. Sú vörn, ásamt höfnun Iceave-samninganna og mótmælin gegn ESB-umsókn Jóhönnustjórnarinnar, bjó til grundvöllinn að stjórnarskiptunum vorið 2013, þegar hægrimenn unnu risasigur í alþingskosningum og flokkar þeirra, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fengu hreinan meirihluta.

Áróður vinstrimanna um ónýta Ísland reyndist þeim dýrkeyptur. Þegar leið á kjörtímabil Jóhönnustjórnarinnar tók landið að rísa. Stjórnin naut þess ekki að atvinnuleysi var lágt og hagvöxtur tók við sér sökum þess að áróðurinn um ónýta Ísland yfirgnæfði árangurinn. 

Þjóðin hafnaði tilraun vinstrimanna til að endurrita söguna. Réttur endapunktur er að hætta formlega við endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins og leggja niður stjórnarskrárnefnd. Við eigum afbragðsgóða stjórnarskrá og Ísland er ekki ónýtt.


mbl.is Í lagi með gildandi stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Við skulum heldur ekki gleyma hver var aðalhvatamaður EES samningsins. Við skulum heldur ekki gleyma tilraunum þess manns við að reyna að klara málið, strax og sá samnigur hafði verið samþykktur og koma öllu valdi þjóðarinnar til Brussel. Þó Samfylkingin hafi ekki verið til á þeim tíma, er erfitt fyrir hana að þvo hendur sínar af gerðum þess manns.

EES samningurinn gerði stjórnvöldum skylt að selja bankana og EES samningurinn gerði þeim sem yfir þá komust auðveldara um vik að ræna þjóðina. 

Gunnar Heiðarsson, 13.9.2014 kl. 10:44

2 identicon

sko, ef við förum aðeins aftur á bak í tímann.  Þá eru Íslendingar hrópandi og eggjandi, yfir að geta arðrænt gamlar kerlingar erlendis.  Hvort Ísland sé lagalega ábyrgt eða ekki, er ekki málið.  Ísland hefur ákveðna siðferðislega ábyrgð .. sem er hvað þjóðin hafnaði.  Og sýndi með því, að Ísland hefur enga siðferðis meðvitund.

Það er nú afskaplega alvarlegt mál.

Nú eftir hrunið, þá gengur fólk og lætur stórríka kalla á landinu afskrifa ábyrgðir sem þeir bera.  En lætur síðan allt á herðar almenningi með samningi sínum við IMF.

Siðan stendur fólk upp, eins og eitt dæmi sýnir.  18 miljóna lán, fyrir hrun sem tekið var upp í husnæði.  Mínus 11 miljónir í afborgun, verður 29 miljónir í lokaskuld.  Þetta kallar maður arðrán og glæpi.

Ef maður heldur að Brussel takist eitthvað verr, með að stýra þessu Ónýta Rusli sem kallast Ísland.  Þá eiga menn erfitt ... þetta er svona svipuð niðurstaða og reikna má með, af einhverju Afríkönsku eða suður Amerísku banalýðveldi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 11:32

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hægri-menn svokallaðir eru búnir að missa allt fylgi sem þeir fengu í kosningum 2013.

Þeir eru núna með eitthvað um 1/3 hluta kjósenda.

Það bendir til þess að þeir hafi logið og svikið sig til valda.

Varðandi siðferði, þá þýðir ekkert að tala um slíkt við þjóðbelginga. Þeir skilja ekki siðferði landa. Þeir skilja ekki að ríki þurfa að hafa ákv. siðferðisprinsipp að leiðarljósi.

Þjóðbelgingar reyna sífellt að telja fólki trú um, að það sé bara hægt að stela, ljúga og svíkja hægri vinstri - og svo bara haga sér eins og óvitar. Að engin ábyrgð á nokkrum hlut þurfi að vera til staðar.

Eg hygg að framferði þjóðbelginga, forseta, framsóknarmanna og hluta sjalla síðustu misseri og ár, - sé afar vond sending fyrir Ísland og framtíð þess.

Þetta hefur marga anga og afleggjara. Þegar buið er að sleppa þjóðrembingi lausum - þá getur verið vandasamt að ná tökum á honum aftur.

Menn skulu líka hafa í huga að svona siðlaust viðhorf og afstaða sem þjóðbelgingar hafa - það smitar útfrá sér í samfélagið.

Mér finnst ég sjá skýr merki um að að sumu leiti sé siðferði einstaklinga að versna á Íslandi í ákv. efnum.

Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla sér leyfist það.

Að öðru leiti hefur núna alveg sýnt sig að alt blaður framsóknar og sjalla fyrir kosningar 2013 var bara það. Það er blaður.

Orð og athafnir eru í engu samræmi hjá nefndum aðilum. Og það er siðlaust að geta komið svona fram.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2014 kl. 12:38

4 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Ómar Bjarki !

Enn - sem oftar: verð ég að rekja SÖGUFÖLSUN þína upp í þig: ágæti drengur.

Það voru ekki neinir Hægri menn: sem urðu ofan á eftir kosningar 2013 - heldur ÓMERKILEGT miðju- moðs lið / áþekkt vinstra packinu sem frá fór - sama Helvítis hvítflibba- og blúndukerlinga ''lyðræðið'' þ.e.a.s. þingræðið hélt áfram sínu skítuga striki.

Hægri menn - RAUNVERULEGIR: keppa að AFNÁMI þingræðis og áþekkra stjórnarhátta / með eða án tilstyrks Hers (þar sem Her er á annað borð) - í viðkomandi landi / sem kunnugt er.

Vinsamlegast - hættu að tyggja sömu lygina ofan í fólk / sem þú hefir iðkað svo alltof lengi Ómar minn !

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 13:10

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Páll Vilhjálmsson.  Við höfum haldið vopnum okkar en óvininum hefur ekki verið útrýmt, enda bannað.

Landið fannst og var notað af fólki sem þoldi ekki yfirgang.  Á þeim tímum réðu kóngar sem drápu væri þeim ekki hlítt.  Nú er óvinurinn þekkingar leysi, af reynslu leysi.   

Satt og rétt Gunnar Heiðarsson þakka þér fyrir, en svo heldur áfram bullið og rugglið til að halda lífinu í óvinum.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.9.2014 kl. 13:28

6 Smámynd: Elle_

Bjarne, vildu Íslendingar ræna gamalt fólk erlendis?  Það voru nokkrir menn sem stóðu að þessu.  Það var engan veginn á ábyrgð ríkissjóðs og okkar frekar en að þú og meðsögufalsarar takið á ykkur allar misgjörðir þeirra sem koma ykkur ekki við.

Elle_, 13.9.2014 kl. 14:02

7 Smámynd: Elle_

Gott hjá Gunnari Heiðarssyni.  Við ættum að muna þetta með EES-samninginn og Jón Hannibalsson.  Þessi sami maður ætlaði okkur líka ríkisábyrgð á kúgun.

Elle_, 13.9.2014 kl. 14:08

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Sigurður Líndal prófessor emeritus í lögum segir eftirfarandi í viðtali við Morgunblaðið sem er birt í dag :

„Þá segir Sigurður að reynsla sé komin á núgildandi stjórnarskrá. »Síðan er það líka annað, sem ég hef sagt áður, að það er allt í lagi með þessa stjórnarskrá. Hvað er að henni? Hefur hún valdið einhverjum usla? Orðalagið er kannski forneskjulegt, en það er aldrei hægt að orða hana þannig að allir skilji hana strax. Reynsla er komin á ákvæðin og dómaframkvæmd hefur slípað þau til. Ég hef haldið því fram að stjórnarskrár eigi að vera gamlar og ráðsettar.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.9.2014 kl. 17:43

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ónýta landið

óskaland elítu og hægriaflanna

er komið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2014 kl. 20:12

10 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Ómar Bjarki !

Hvaða ''Hægriafla'' - hérlendra ?

Hér - er ÞVÍ MIÐUR enginn Hægri flokkur starfandi / til þess að berja á vinstra og miðju- moðs packinu Austfirðingur góður !

Hafir þú ekkert vitrænt - til umræðunnar að leggja: ættir þú að halda kjapti Ómar minn.

Svona - vinsamleg ábending !

Með sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband