Blaðamennska DV þolir ekki skoðun

Blaðamenn DV una því ekki að fagleg úttekt verði gerð á vinnubrögðum þeirra. Og hvers vegna ætli það sé?

Elliði Vignisson er með tilgátu. Hann fór yfir vinnubrögð DV í lekamálinu og vekur athygli á því að blaðamaður DV leyndi minnisblaðinu, sem lekamálið snýst um, í fjóra daga áður en hann birt efni þess. Á þeim tíma var blaðamaður í samkrulli við aðila út í bæ að setja ,,réttan" vinkil á málið.

DV stundaði ekki blaðamennsku í lekamálinu heldur samsæri til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Og fer þá að verða skiljanlegt hvers vegna fagleg vinnubrögð blaðamanna DV þola ekki skoðun.


mbl.is Fallið frá skoðun á faglegum þáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

DV er bara slúðurblað fyrir reiða samfylkingarmenn sem að elur á hatri gagnvart öðrum. Þetta er vægast samt kaldhæðnislegt miðað við þær skoðanir vinstrimanna að hægri-stefna einkennist af fordómum og hatri. Samt virðast það aðallega vera vinstrimenn sem að eru duglegastir í því að ofsækja fólk. Enda held ég að flestir séu búinn að sjá í gegnum þetta lið. Óvæntur árángur framsóknar í moskvumálinu sannar það. Þá ætlaði vinstrið að koma höggi á framsókn með því að saka þá um andúð í garð múslima en þess í stað fékk framsókn bara meira fylgi heldur en eitthvað vit var að gera ráð fyrir. Ekki urðu vinstrimenn kátir við það.

Málefnin (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 22:31

2 Smámynd: Örn Johnson

Aumingja DV, mannorðsmorðinginn mikli, búinn víst að missa tugþúsundir áskrifenda og tugi blaðamanna. Þannig má skilja skrif þessa fólks, trúi hver sem vilji! Ekki hugsa um þá sem hafa orðið fyrir barðinu á Reyni Traustasyni og hans rógberum. Einhverjir frömdu sjálfsmorð, Bjarni Ben fékk nær 100 heilsíður og Hanna Birna nær 200 slíkar. Einelti? Ég vona að það takist að ráða blaðamenn í þeirra stað sem EKKI fylgja stefnu fyrrverandi ritstjóra. 

Örn Johnson, 8.9.2014 kl. 22:38

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Líklegt verdur ad teljast, ad thad sé fleira en adeins óvöndud og oft á tídum raetin og misjöfn bladamennska sem tholir illa dagsljósid hjá DV. Ef midillinn er samkvaemur sjálfum sér, hlýtur hann, undir stjórn nýs ritstjóra ad stinga á theim kýlum og draga fram í dagsljósid. Skilja thar ekkert undan og vaentanlega "taka nidur" thann eda thá, sem ábyrgdina báru. Annad kemur taepast til greina. Sennilega barasta nokkud söluvaent efni, svona sem fyrsta áskorun nýs ritstjóra og líklegt til ad selja einhver eintök, ef vel er ad verki stadid. Thetta gengur jú allt út á sölumennsku. Menn selja jafnvel sjálfa sig í thessum bransa, hefur manni skilist.

Halldór Egill Guðnason, 8.9.2014 kl. 23:12

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér verður hugsað til þess langa tíma sem er frá því að þetta minnisblað komst fyrst í hámæli. Ég minnist þess að hafa horft á vara-þingmann Sf. Mörð Árnason tilkynna þennan ægilega minnismiða Innanríkisráðuneytis,sem hann hefði undir höndum. Hvað var hann lengi í hans vörslu,með höfundum, áður en Dv. birti hann?- Stjórnarflokkarnir eiga heiður skilinn fyrir að láta ekki lengur undan stjórnarandsöðunni sem ,á, embættismenn í mikilvægum stöðum,sem hika ekki við fáranlegustu embættisfærslur til að þjóna innlimunrsinnum.

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2014 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband