Stutt ofbeldisfrí til Sýrlands

Hundruð Breta af múslímskum uppruna bregða undir sig verri fætinum og skreppa til Sýrlands í stutta stund til að stunda ofbeldi í nafni trúar, sem þeir oft þekkja meira af afspurn en iðkun. Telegraph segir sögu fimm vina frá Portsmouth sem keyptu sér hálfsmánaðarferð til Sýrlands þar sem múslímar drepa hvern annan og þó sérstaklega þá sem eru annarrar trúar.

Breski þingmaðurinn David Davids segir þennan ofbeldistúrisma landráð og kveður hann verri en ef Breti hefði gengið Sovétríkjunum á hönd í kalda stríðinu eða barist fyrir Hitler í seinni heimsstyrjöld.

Davids leggur til að múslímskum Bretum, sem gerast stríðsmenn í átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, verði afmunstraðir sem breskri þegnar, þ.e. gerðir ríkisfangslausir. Þar með yrðu viðkomandi dæmdir til að leita sér hælis meðal trúbræðra sinna sem vilja sharía-lög og hatast við vestrænt lýðræði, mannréttindi og lífsgæði.

Stutta ofbeldisfríið yrði ævilöng útskúfun. Og það er kannski ekki eins spennandi tilhugsun.


mbl.is Telja sig vita hver böðullinn er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband