Framsóknarflokkur kominn í Davíðs-hlutverk Samfylkingar

Borgarstjórnarkosningarnar komast næst þingkosningum, aðrar sveitarstjórnarkosningar eru staðbundnari. Í kosningabaráttunni í Reykjavík stjórnar Framsóknarflokkurinn umræðunni, allt frá því að Guðni Ágústsson íhugaði að taka oddvitasætið yfir í umræðu síðustu daga um mosku Samfylkingar.

Framsóknarflokkurinn er með forræði í umræðunni en Sjálfstæðisflokkurinn sést ekki. Oddviti flokksins, Halldór Halldórsson, er á seinni stigum kosningabaráttunnar settur til hliðar en öðrum frambjóðendum lyft.

Þriðja atriðið sem er einkennandi fyrir kosningabaráttuna er hve Samfylkingin, sem skorar hátt í skoðanakönnunum og á sigurinn vísan, er taugaveikluð. Taugatitringurinn kom strax fram þegar Guðni íhugaði að taka efsta sæti Framsóknarflokksins. Helstu álitsgjafar Samfylkingar misstu sig í fúkyrðaflaumi og veittu innsýn í flokkssál sem er í stöðugri leit að einhverju til að beina bræði sinni að. Í umræðunni um mosku Samfylkingar er sama einkennið áberandi.

Framsóknarflokkurinn er búinn að leysa Davíð Oddsson af sem sameiningarafl Samfylkingar. Vel af sér vikið, framsóknarmenn.

 

 


mbl.is Leitað verður skýringa og sökudólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur klauf framboð Framsóknarflokks og flugvallarvina. „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ sagði Hreiðar Eiríksson, sem var í fimmta sæti framboðslistans. Formaður Framsóknarflokksins, Sigrún Magnúsdóttir, hefur sagt að afstaða Sveinbjargar Birnu í moskumálinu gangi þvert gegn stefnu flokksins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segir, „Tek undir orð þingflokksformanns Framsóknar!” Ef Páll vill kalla þetta „að stjórna umræðunni”, þá það—flestir myndu sennilega kalla þetta eitthvað annað.

Hvað sem fólki finnst um fyrirhugaða moskubyggingu, þá hafa ummæli Sveinbjargar Birnu varla styrkt Framboð Framsóknarflokks og flugvallarvina, sem mælist nú með 5,3% fylgi.

Wilhelm Emilsson, 26.5.2014 kl. 19:58

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

HRÆSNISlaus ummæli oddvita framboðs Framsóknar og flugvallarvina um moskuleyfi núverandi borgarstjórnarmeirihluta hefur sannarlega styrkt framboðið verulega.
Með brotthlaupi umrædds manns, sem sat í 5. sæti listans og sem gegn íslenskri speki "snéri við úti í miðri á" með merkilegheitum og sjálfsupphafningu, hefur aðeins fækkað um einn í stuðningsliði framboðsins á móti ótölulegum fjölda sem hefur gengið til liðs við framboðið í staðinn.

Kristinn Snævar Jónsson, 30.5.2014 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband