ESB er vandamálið, ekki lausnin

Kjósendur í stærstu og öflugustu ríkjum Evrópusambandsins sameinuðustu í valdþreytu og gáfu atkvæði sitt framboðum gagnrýnum á Evrópusambandið.

Valdþreyta kjósenda gagnvart ESB mun ekki skila sér til Brussel-elítunnar enda hún meira og minna ónæm fyrir kröfum almennings. Á hinn bóginn munu stjórnmálamenn í höfuðborgum ESB-ríkjanna taka mið af niðurstöðum kosninganna enda missa þeir stöðu sína og embætti ef þeir eru úr takti við kjósendur.

Mest lesna frétt vefútgáfu þýska blaðsins Die Welt í morgun var um Sjálfstæðisflokkinn í Bretlandi sem vann stórsigur í Evrópuþingskosningunum. Fyrirsögnin er vísun í orð formannsins, Nigel Farage: Ég vil að Evrópa yfirgefi ESB.

Kjósendur stærstu ríkja Evrópusambandsins eru þegar búnir að yfirgefa ESB. Þar með er lýðræðislegt lögmæti ESB farið.

Niðurstöður Evrópuþingskosninganna 2014 munu ekki ganga af ESB dauðu í einu vetfangi. En kosningarnar staðfesta óumflýjanlegt hnignunarferli Evrópusambandsins.


mbl.is „Pólitískur jarðskjálfti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Ef lífgað væri upp á ESB- umsókn Íslands, þá myndi enginn vita um hvað ætti að „semja“, þar sem ESB er á leið í gagngera endurskoðun.

Ívar Pálsson, 26.5.2014 kl. 08:36

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Evrópa úr ESB. Það er skiljanleg afstaða, miðað við allt bankastjórnleysið, bankaránin og regluruglið mótsagnarkennda, sem frá EES/ESB kemur.

Síðan 2008 hefur EES/ESB brotið umsamdar reglur við ríki, eins og ekkert sé sjálfsagðara, án eftirmála. Út á ábyrgðarleysi höfuðstöðvanna í Brussel gengur þetta "samband" sundrungar og ófriðar.

Að sjálfsögðu veit enginn hvað á að semja/kjósa um í svona sambandsferli, sem hvorki hefur upphaf né endi, sem mark er á takandi.

Það er ekkert réttlæti í svona reglurugli ábyrgðarleysis, fyrir almenning í Evrópu. Það er þó ekki þar með sagt að eitthvað "hægri" sé skárra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.5.2014 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband