ESB ber ábyrgð á óöldinni í Úkraínu

Viktor Janúkóvítsj var löglega kjörinn forseti Úkarínu. Þegar hann hafnaði samstarfssamningi við Evrópusambandið ákvað elítan í Brussel að styðja andstæðinga Janúkóvítsj sem steyptu honum af stóli. Pútín Rússlandsforseti notaði upplausnina í kjölfarið til að styrkja stöðu sína í Úkraínu, m.a. með því að innlima Krím.

Evrópusambandið hratt af stað atburðarás sem það réði ekki við og hefði betur farið fram af meiri varkárni.  Á þessa leið greinir Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan stöðu mála í Úkraínu.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, viðurkennir óbeint að vangeta sambandsins hafi komið fram í Úkraínu-deilunni vegna þess að ESB sé alltof upptekið af því að deila um hvernig ákvarðanir eru teknar - fremur en að fjalla um stefnumörkun og einstök stefnumál.

Evrópusambandið er klofið í afstöðu sinni til Úkraínu. Opinberu afstöðunni er andmælt af sterkum pólitískum hópum í Þýskalandi sem gagnrýna hörkuna í afstöðu ESB til Rússa.  Helmuth Schmidt, fyrrum kanslari Þýskalands, telur innlimun Pútíns á Krímskaga fullkomlega eðlilega aðgerð.

Úkraínudeilan sýnir vangetu Evrópusambandsins að fóta sig í valdatafli alþjóðstjórnmála. Annað tveggja hlýtur að gerast, að sambandið haldi áfram að gliðna og verða æ marklausari á alþjóðavettvangi eða að ógnin af Rússum, raunveruleg eða ímynduð, stórauki samrunaþróunina í átt að Stór-Evrópu sem yrði mótvægi við forræði Rússa í Austur-Evrópu.


mbl.is Greiða atkvæði um sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - líka sem og aðrir gestir þínir !

Tiltölulega rétt hjá þér Páll - í meginatriðum.

Alls ekki - má gleyma samsulli Bandaríkjamanna og ESB í þeirri ískyggilegu atburðarás / sem er að eiga sér stað þar: á Austurheims mörkum (Úkraínu og nágrenni) - sem og virðist: gjörsamlega stefnulausu og anarkísku brölti Vesturlanda - þar eystra.

Dróna æfintýri - Obama og Merkel kerlingarinnar í Mið- Asíu og Mið- Austurlöndum og skelfilegar afleiðingar þeirra / hafa heldur EKKERT kennt þessu liði.

En - áfram smjatta 54 - 55000 menningar þeirra Benedikts Jóhannessonar og Jóns Steindórs Valdimarssonar: hér heima fyrir - á ákefð sinni / að komast í ''skjól'' Barrosó´s og Merkel á Brussel völlum - þrátt fyrir öll þau foröð sem þau eru búin að koma ''sambandi'' sínu í víðsvegar - síðuhafi góður.

Verði íslenzku ESB áfergju flónunum að góðu - sá félsgs skapur Páll / þó slæm séu íslenzku stjórnmála úrhrökin er Barrosó/Merkel klúbburinn ekki geðfelldari !

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband