Skæruhernaður flugmanna Icelandair

Það væri tillitssamara af flugmönnum Icelandair að fara einfaldlega í verkfall og fá eina af þrem rökréttum niðurstöðum; A. brjóta á bak aftur ríkjandi launastefnu með tilheyrandi afleiðingum; B. gera Icelandair gjaldþrota og C. fá á sig lög.

Skæruhernaður flugmanna bitnar illa á farþegum sem fá að vita með nokkurra klst. fyrirvara að flugi er aflýst vegna þess að flugmenn eru hættir yfirvinnu og/eða boða veikindaforföll. Þetta eru ósmekklegar aðfarir hálaunamanna, svo vægt sé til orða tekið.

Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar eru heildarlaun flugmanna Icelandair á mánuði 1500 til 1700 þús. kr. og eru það þreföld mánaðarlaun Meðal-Jónsins. Margur þiggur minni laun og lætur sér ekki til hugar koma að læðast aftan að samborgurum sínum.


mbl.is „Stöndum ekki að skæruhernaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Forstjóri icelandair er með fimmtánföld laun meðaljónsins þegar allt er upptalið.Þau hafa tvöfaldast á þremur árum.Það finnst manni sem ekki viil kenna sig við Baug eðlilegt að séð verður.Það er varla hægt að taka mark á svona málflutingi eins og boðið er upp á.Og ennþá verra að það skuli vera maður sem gefur sig út fyrir að vera andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2014 kl. 22:43

2 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sæll Páll.

Enginn flugmanna Icelandair hefur þau laun sem þú tiltekur.  Vinsamlega hættu að fara með ósannindi Páll.  Yfirvinnubann felur það í sér, að menn vinna ekki á frídögum.  Er það til of mikils mælst Páll, að starfsmenn fái notið frídaga sinna?

Flugmenn hafa boðað til vinnustöðvana með löglegum fyrirvara.  Óþægindi farþega eru á ábyrgð Icelandair, sem kaus að aðvara ekki viðskiptasvini sína með eðlilegum fyrirvara.

Flugmenn eru ekki skyldugir til að vinna á frídögum sínum.

Hugaðu að sannleikanum Páll og hættu að skrökva.

Kveðja, Þorgeir

Kristján Þorgeir Magnússon, 10.5.2014 kl. 22:49

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ríkjandi launastefna er að auka misrétti og ójöfnuð í þjóðfélaginu.ASÍ semur um ekki neitt fyrir þá lægstlaunuðustu og síðan mega topparnir skammta sér laun eins og þeim sínist án þess að neinum eigi að koma það við.Og það á ekki að auka verðbólgu.Og til að bíta höfuðið af skömminni þá eiga topparnir og þeir sem topparnir velja til að hækka laun hjá að vera skyldugir að þegja yfir því og það að kröfu verkalýðshreyfingarnar.Þvílík skömm.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2014 kl. 22:50

4 identicon

Framhaldsskóla kennarar eru nú þegar búnir að brjóta á bak aftur ríkjandi launastefnu.

Það eina sem Icelandair þarf að gera til að hindra að þetta bitni á farþegum er að ráða það fólk sem þarf til að fullmanna stöður án þess að þurfa reiða sig á stanslausa yfirvinnu núverandi starfsmanna. Það er ekki hægt að kenna flugmönnum um að fyrirtækið er rangt rekið.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 02:09

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þorgeir: Hvað færðu mikið greitt fyrir að vinna á áður ákveðnum frídegi skv. skrá, þ.e. selja daginn skv. kjarasamningi?

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.5.2014 kl. 10:25

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

"Óþægindi farþega eru á ábyrgð Icelandair, sem kaus að aðvara ekki viðskiptasvini sína með eðlilegum fyrirvara."

Vegna ofangreindrar fullyrðingar er rétt að benda á þ. 29. apríl boðuðu flugmenn Icelanda­ir að þeir myndu leggja niður störf milli kl. 6 og 18 dag­ana 9., 16. og 20. maí. Í fram­hald­inu verður vinnu­stöðvun frá kl. 6 að morgni 23. maí fram til kl. 6 að morgni 25. maí, og frá kl. 6 þann 30. maí til kl. 6 þann 3. júní.

Auk þess átti ótíma­bundið yf­ir­vinnu­bann flug­manna Icelanda­ir hefjast kl. 6:00 að morgni 9. maí.

Flugfélag þarf að aflýsa flugi með 2 vikna fyrirvara til þess að þurfa ekki að greiða farþegum skaðabætur skv. lögum. Einnig þarf ekki að greiða skaðabætur ef hægt er að koma viðskiptavinum á áfangastað innan ákveðins tímaramma.

Sjá Réttindi flugfarþega þegar flugi er aflýst.

Fyrirvari verkfallsboðunar var hins vegar 10 dagar.  Hverngi á Icelandair að bregðast við? Vara farþega sína við og aflýsa öllum flugum á fyrrgreindum dögum til að þurfa ekki að greiða skaðabætur?  Ef Icelandair aflýsir öllum ferðum á ofangreindum dögum er klárt mál að FÍA myndi túlka slíkt sem að enginn samningsvilji væri til staðar og málið væri í herfilegum hnút.

Hér segir Þorgeir því ekki alla söguna og spurning hvort sé betra að skrökva eða þegja um staðreyndir sem aðgerðir flugmanna hafa.

Hvað er eðlilegur fyrirvari að þínu mati Þorgeir?

Ég skora á þig að upplýsa hvað þú færð fyrir að selja frídaginn þinn, og ennfremur að upplýsa hvort þú fáir úthlutað öðrum degi síðar sem uppbótardag fyrir daginn sem þú seldir. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist varðandi kjarasamninga flugmanna.

PS: Tek fram að ég er alltaf fylgjandi því að fólk standi á rétti sínum. En stundum á máltækið mikill vill meira ansi vel við.

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.5.2014 kl. 11:06

7 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Takk fyrir innleggið Erlingur.

Eðlilegur fyrirvari er í mínum huga þessi hefð- og lögbundni, tíu dagar.

Ég tek áskorun þinni um að upplýsa um frídagagreiðslu.  Greiðsla fyrir unninn frídag er 1/22 af mánaðarlaunum viðkomandi flugmanns og því mismunandi eftir stöðu og starfsaldri.

Óski flugmaður þess að fá annan frídag í stað þess sem hann vinnur í staðinn fyrir greiðslu, er alltaf orðið við því.

Flugmenn fá vinnuskrá á hálfs mánaðar fresti.  Við getum ekki planað lengra fram í tímann, nema bera fram óskir um frí með fyrirvara áður en vinnuskrá er gefin út.  Alltaf er reynt að koma til móts við slíkar óskir, en það er ekki öruggt að þáð sé unnt í öllum tilvikum.  Þegar við fáum vinnuskrá, hefur félagið að öllu jöfnu úthlutað frídögum eftir því sem hentar félaginu.  Sem er allt í lagi, ef flugmaður hefur ekki farið fram á annað.  Þegar vinnuskrá birtist, reyna menn að plana hvernig þeir nota frídaga sína.  Það myndu allir gera.  Það að fá síðan upphringingu með stuttum fyrirvara með beiðni um að selja frídag veldur röskun fyrir viðkomandi sem og fjölskyldu hans.

Flugmenn Icelandair hafa verið ótrúlega liprir við að hlaupa undir bagga með félaginu gegnum tíðina með því að selja frídaga eða fresta þeim.  Segir það ekki eitthvað, að aflýsa þurfi á annan tug ferða vegna þess eins að menn vilja njóta frídaga sinna?

Kristján Þorgeir Magnússon, 11.5.2014 kl. 12:35

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekkert er eins hættulegt fyrir flugfarþega, heldur en hvíldarskertur og þreyttur flugmaður. Þreyttur einstaklingur gerir mistök.

Sá sem ekki hefur nægar tekjur til að greiða fyrir glæpsamleg okurútgjöld hins opinbera á öllum sviðum samfélagsins, vinnur meir en ábyrgt getur talist, fyrir þá sem á að þjóna, og vinnufólkið sjálft.

Líf, heilsa og velferð allra jafnt, er siðferðislega réttlætanleg krafa allra. Allt annað viðhorf er hættulega óheilbrigð græðgi heimsbanka-valdamafíunnar, og þeirra þrælandi þjóna!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2014 kl. 12:48

9 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Erlingur.

Ég vona að innlegg mitt hafi svarað spurningum þínum.  Við megum ekki gleyma því, að í vinnudeilum mætast oft stálin stinn og það einkennir öll samskipti.  Menn gera ekkert sem þeir ekki þurfa að gera.  Það er alveg ljóst að þetta bitnar á viðskiptavinum félagsins, sem eiga enga aðkomu að deilunni.  Það er líka þekkt í allri veraldarsögunni, að styrjaldir bitna aððallega á saklausum borgurum.  Því miður

Kveðja, Þorgeir

Kristján Þorgeir Magnússon, 11.5.2014 kl. 12:49

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Almennir launþegar eiga að take notes og haga sinni baráttu hið sama far. Þetta er í raun alveg rétt strategía. Finna út weak flanks og launch a counter offensive.

Í kjarabaráttu hefur aldrei nokkurntíman dugað að segja elsku mamma eða veriði nú svo góðir sjallar að borga mér smá aur. Aldrei dugað.

Þessi strategia flugmanna og/eða strategía er sennilega miklu effektífari í nút+imanum en alsherjar verkfall oþh.

Almennir launþegar eiga að fylgjast vel með og læra af þessu. Jú jú, vissulega hafa flugvallarstarfsmenn/flugmenn ákveðna hagstæða stöðu vegna eðlis vinnunar varðandi nefnda taktík.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2014 kl. 13:37

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Þessi strategia flugmanna og/eða flugvallarstarfsmanna er sennilega miklu effektífari í nútímanum en alsherjar verkfall" O.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2014 kl. 13:38

12 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Takk fyrir þetta Þorgeir.

Flugstjóri með 15 ára starf fær þar með a.m.k. 50 þús kall fyrir frídaginn sinn og fær hann bættan síðar að auki. (Hér verður þó að koma fram að lögum samkvæmt eiga flugmenn að fá 7 daga í frí í hverjum almanaksmánuði, og vikulegan 36 klukkustunda samfelldan hvíldartíma sem felur í sér 2 staðarnætur. Fleiri atriði er skilgreind en þetta er einfalda myndin. Hinsvegar er spurning hvort kjarasamningur kveður á um fleiri daga en þessa 7?)

En hvernig á aðvörunin að vera? Að mögulega geti komið til raskana á ferðadegi vegna aðgerða eða á að aflýsa fluginu og endurgreiða fjargjaldið eða greiða skaðabætur?

Ef Icelandair aflýsir flugi með 10 daga fyrirvara og getur ekki komið viðskiptavini á áfangastað innan ákveðins tímaramma getur það kostað félagið €250-600 eftir lengd flugs fyrir hvern farþega. Fyrir stærsta flugrekanda landsins eru ekki margir möguleikar að uppfylla kröfur um réttindi flugfarþega frá Íslandi án þess að til greiðslu skaðabóta komi. Ég er þar að auki handviss um að ef að félagið aflýsir flugum með slíkum fyrirvara mun FÍA líta á það sem skilaboð að ekki eigi að ganga til samninga innan þessara 10 daga.

En vissulega tek ég undir með þér að það er einkennilegt að flugfélag sem skipuleggur starfsemi sína langt fram í tímann ætli sér að treysta á góðvild og liðlegheit starfsmanna á útgefnum frídögum til að slíkt skipulag gangi snurðulaust.

Ég er hins vegar viss um að ef kjarasamningar flugmanna eru bornir saman við kjarasamninga flestra annarra starfstétta kemur ansi margt í ljós sem stingur í stúf og kemur fólki á óvart.  T.d. far-eða spjaldtölvur í boði fyrirtækisins, og kostaðar internettengingar sem aðrar starfstéttir greiða úr eigin vasa úr minna launaumslagi, ásamt öðrum atriðum.  Þú vilt kannski upplýsa hvaða fríðindi eru innifalin í kjarasamningi FÍA við Icelandair? :-) 

Gangi ykkur annars vel í ykkar baráttu. Og vonandi verða ekki sett lög á aðgerðir ykkar enda er verkfallsrétturinn mannréttindi að mínu mati.  Vildi þó bara benda á þessi atriði sem innlegg í umræðuna því flugmenn eru síður en svo illa launaðir á íslenskum vinnumarkaði. Á meðan þurfa félagsmenn ASÍ að sætta sig við 2,8% hækkun og nurla saman fyrir fargjaldi til að leyfa sér smámunað, ef þeir þá geta það. 

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.5.2014 kl. 13:46

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ASÍ þar sem Verslunarmannafélag R.V.íkur er allsráðandi, stendur fyrir því að aðeins er samið um lágmarkslaun.Síðan koma stjórnendur og forstjórar og hækkar sín eigin laun.Þetta finnst ASÍ gott fyrirkomulag, og setur reyndar þau skilyrði fyrir þessu að allar aukahækkanir skuli vera leynilegar þannig að þeir lægstlaunuðustu fari nú ekki að gera sömu kröfu.Síðan koma ríkisforstjórarnir og aðrir obinberir starfsmenn og krafjast sömu launahækkunar og eru á almenna markaðnum og eiga þá fyrst og fremst við laun stjórnenda.Flugmenn eiga heiður skilið fyrir að reynt sé að brjótast undan þeirri þróun að topparnir og eigendurnir geti hækkað sín laun,án þess að taka þann möguleika með í reikningin að almennir starfsmenn vilji að það sama gildi um þá.  

Sigurgeir Jónsson, 11.5.2014 kl. 16:37

14 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sæll aftur Erlingur.

Ég get upplýst þig um, að Icelandair greiðir grunngjald fastlínusíma, þar sem krafa er að unnt sé að ná til okkar símleiðis.  Einnig greiðir félagið internettengingu á heimili.  Ástæðan er sú, að félagið sendir ekki lengur upplýsingar né tölvu- eða handbókauppfærslur á skriflegu formi.  Öll samskipti eru orðin rafræn.  Okkur eru úthlutað PC fartölvum.  Aðalástæðan er sú, að við þurfum að nota flókinn hugbúnað til að reikna afkastagetu flugvélanna fyrir hvert einasta flugtak og í þeim tölvum er allt bókasafnið sem viðkemur flugrekstrinum og þarf að uppfæra reglulega.  Önnur ástæða er sú, að okkur ber að vera í netsambandi í dvöl okkar í erlendum höfnum, sé netsamband til staðar.  Icelandair greiðir kostnað af því.

Þá vita allir, að áhafnir flugvéla fá dagpeninga, eins og allar stéttir sem þurfa starfa sinna vegna að ferðast, innanlands sem utan.  Einnig ríkisstarfsmenn.

Kveðja, Þorgeir

Kristján Þorgeir Magnússon, 11.5.2014 kl. 18:10

15 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sæll Þorgeir,

Ég vissi flest sem þú nefnir fullvel, en þetta er ekki á allra vitorði. Viðhorf sumra flugmanna hefur nefnilega verið á þann hátt þegar flugfélög færa sig yfir í rafræn samskipti og bókasöfn að ef félagið greiðir ekki internettengingu eða símakostnað, skoði flugmenn ekki tölvupóstfangið sem félagið úthlutar þeim, eða svara símanum þegar félagið hringir í þá. Þess vegna er ekki hægt að koma vinnuskránni til þeirra hálfsmánaðarlega, eða breytingum á henni.

Menn láta jafnvel í veðri vaka að þeir væru ekkert með internettengingu og síma nema af þessum sökum og þess vegna eigi félagið að greiða. Sömu menn eru svo jafnvel meðal fyrstu manna að eignast nýjustu spjaldtölvurnar eða snjallsímana.

Ein ástæðan fyrir PC fartölvunum er væntanlega líka sú að þess er krafist í OPS-1 að flugmenn hafi "personal copy" af handbókum félagsins. Það er náttúrulega fráleitt að menn troði slíku drasli á fartölvuna sína. :-)

Gangi ykkur vel.

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.5.2014 kl. 18:37

16 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Og ekki má gleyma einu: Hótelnefnd FÍA samþykkir yfirleitt ekki flugvallarhótel vegna dvalar félagsmanna í erlendum höfnum á vegum flugrekanda, þó þau séu fullboðleg. Er það vegna þess að þá þurfa flugmenn að nota dagpeningana sína til að greiða fyrir fargjaldið inn í miðborgina ætli þeir þangað? Og ekki má gleyma að hótelnefndin þarf náttúrulega að taka þau út og samþykkja til notkunar fyrir sína félagsmenn.

Eins og ég sagði: Það er ekki allt sem sýnist í kjarasamningum flugmanna.

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.5.2014 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband