Jarðýtur á bílskúra í vesturbænum

Herferð Samfylkingar og vinstrimanna gegn samgöngum tekur á sig æ róttækari myndir. Fyrir þrem vikum var tilkynnt um skipulagstillögur sem í reynd loka Reykjavíkurflugvelli. Í dag eru fréttir af fyrirhuguðu eignarnámi á bílskúrum í vesturbænum - til að jafna þeim við jörðu með jarðýtum svo þétta megi byggðina.

Að þétta byggð með jarðýtum er lýsandi fyrir aðferðafræði vinstrimeirihlutans í borginni. Við höfum valdið, segja þeir í ráðhúsinu, og ætlum að beita því með góðu eða illu.

Eina vörn almennings í höfuðborginni er að nota atkvæðisréttinn borgarstjórnarkosningunum í næsta mánuði og segja við borgaryfirvöld: hingað og ekki lengra.


mbl.is Ráðist á rótgróið hverfi Vesturbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Páll, valdið er vandmeðfarið. Fólk afhendir valds- sprotann til mistækra draumóramanna og veit síðan ekki hvaðan á það stendur veðrið fyrr en búið er að róta upp í tilveru þess, fjölskyldulífi og friði almennt. Svona á að reyna að hafa af Reykjavík flugvöllinn, en fólk hlýtur að andmæla þegar það sér hvernig gengið er á rétt þess.

Nú erum við ekki „bara“ að tala um klúður á Hofsvallagötu og í Borgartúni, það var Dagur A. Núna er það allur pakkinn. Vinsamlegast kynnið ykkur hvernig pakkinn er sem Dagur B. ætlar að færa ykkur.

Ívar Pálsson, 25.4.2014 kl. 08:06

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ívar það er ekki verið að færa okkur. Og Páll, að nota atkvæðisréttinn er að kasta perlum fyrir svín. Allir sjá að klíkufólkið keppist við að djöflast sem mest í fólki sem bara sýnir hversu hugmynda fátæktin er komin langt og hvernig komið er fram við okkur. Henda klíkunni út með handafli er það einasta sem dugar í dag, það erum  við búin að sjá all harkalega Páll minn.

Eyjólfur Jónsson, 25.4.2014 kl. 11:01

3 Smámynd: Benedikta E

Það þarf að blása í glæðurnar frá Guðna Ágústsyni og safna þeim saman sem ætluðu að fylgja honum í framboði og eða öðrum sem deila skoðunum gegn kratastóðinu sem vaðið hefur uppi í borgarmálunum. Viljinn er allt sem þarf.

Benedikta E, 26.4.2014 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband