Evrópuher gegn Rússum, segir Juncker

Evrópusambandið verður að byggja upp eign herstyrk til að mæta rússnesku ógninni, segir Jean-Claude Juncker fyrrum forseti evru-ríkjanna og aðalframbjóðandi mið-hægriflokka til Evrópuþingsins.

Í viðtali við þýsku Die Welt útgáfuna segir Juncker að sameiginlegur Evrópuher sýni að ekkert ESB-ríki fái sérlausnir heldur standi saman fyrir friði og öryggi í álfunni. ,,Evrópuher myndi sýna umheiminum að Evrópusambandið axli sína ábyrgð," segir Juncker.

Hann varar við því að næsta fórnarlamb Rússa gæti orðið Moldavía og hvetur Evrópusambandið til að gera fjölliða samstarfssamninga við Moldavíu til að tryggja hagsmuni ESB í þessu fyrrum sovétlýðveldi.

Valdastreita Evrópusambandsins og Rússa í Austur-Evrópu mun umbylta stjórnmálum álfunnar - og vígvæða ESB.


mbl.is Varar við einangrun Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

ESB- her er helber rökvilla, þar sem hervaldi væri beitt í algeru umboðsleysi þeirra þjóða sem standa að ESB. Staðan yrði rammflókin frá fyrsta degi átaka. Herir hverrar þjóðar, NATO, ESB-her og SÞ- friðarsveitir: hver „vinnur“ þá bardaga? En aðallega, hver borgar svo fyrir ESB-herinn? Þetta eru stærstu einstöku útgjöld þjóðanna.

Auðvitað ber stjórnvöldum hverrar þjóðar að fjármagna og gæta síns hers. NATO hefur ítrekað sýnt fram á það að ESB-her yrði alger endaleysa.

Ívar Pálsson, 23.3.2014 kl. 11:15

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er það ekki tilvalið fyrir Íslendinga að ganga í ESB, svo við getum fætt herinn með ódýru fiskmeti. Þess vegna á Árni Páll samleið með fasistum í Kíev.

Maður fer kannski að hugsa sér til hreyfings þegar maður sem heitir Juncker er að berja stríðstrommurnar í ESB. Það er einvala lið vitleysinga sem safnast hefur saman í Brussel.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.3.2014 kl. 11:32

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn sækir Evrópusambandið í austurátt í útþenslu sinni, eins og þessi orð ESB-spírunnar Junckers sýna, um að Evrópusambandið eigi "að gera fjölliða samstarfssamninga við Moldavíu til að tryggja hagsmuni ESB í þessu fyrrum sovétlýðveldi." Þetta bætist við ásælni Evrópusambandsins gagnvart Úkraínu, þá ásælni sem forseti leiðtogaráðs ESB, Herman van Rampuy, staðfesti með yfirlýsingu sinni á ráðstefnu um Úkraínu í Sviss og hrinti þar með af stað mjög alvarlegri röskun á valdajafnvægi í álfunni, með því að sækja fram með áhrifasvæði stórveldabandalags gömlu nýlenduveldanna í V-Evrópu allt að borgarhliðum Kiev og Kharkov og enn lengra upp með Dnjepr og Don.

Jón Valur Jensson, 23.3.2014 kl. 11:58

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var ekki ESB sem sveik loforð George Bush eldri, sem hann gaf Gorbasjof þess efnis að NATO myndi ekki seilast eftir aðildarlöndum í Austur-Evrópu, heldur voru það Bandaríkin og NATO, sem gerðu það, að vísu án athugasemda og með samþykki ESB.

Þess vegna finnst mér skrýtið þegar látið er eins og að Bandaríkin og NATO komi hvergi nærri aukinni spennu við vestur-suðvesturlandamæri Rússlands.

Það eru flugvélar NATO sem eru núna á lofti í njósnaskyni yfir Póllandi, allt að landamærum Hvíta-Rússlands, en slíkt flug minnir Rússa illilega á svipað njósnaflug Þjóðverja fyrri hluta árs 1941.

Það eru Vesturveldin í heild á annan veginn, sem eru að auka spennuna á þessu svæði, en á hinn bóginn valda aðgerðir Rússa líka aukinni spennu, sjá bloggpistil minn um Rússafóbíu og Vesturveldafóbíu, sem nú keyra upp spennu, sem þrungin er af tortryggni og ótta.   

Ómar Ragnarsson, 23.3.2014 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband