Tilfinningar, lýðræði og rök

ESB-sinni í blaðamannastétt skrifar að ríkisstjórnin ætti ekki að afturkalla ESB-umsóknina vegna þess að málið ,,snertir mjög sterkan tilfinningastreng aðildarsinna á Íslandi." Málstaður ESB-sinna byggir ekki lengur á hlutlægum rökum heldur tilfinningasemi.

ESB-sinnar sýndu ekki mikla tilfinningasemi eða hluttekningu þegar þeir þann 16. júlí 2009 sendu umsókn til Brussel án þess að spyrja þjóðina og án þess að hafa raunverulegan þingmeirihluta

Þjóðin gekk til alþingiskosninga fyrir tíu mánuðum og valdi meirihluta sem er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu að stöðva ESB-ferlið. Núna er komið að því að alþingi leiðrétti lýðræðisbrestinn sem varð 16. júlí fyrir fimm árum og afturkalli umsóknina sem átti aldrei að senda til Brussel. 


mbl.is Evrópumálin tekin fyrir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rebbinn orðin tilfinningasamur og bljúgur”lambið mitt lofaðu mér inn”. NEI- við erum engin lömb að leika við og styðjum ríkistjórnina í að afturkalla umsóknina umboðslausu.

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2014 kl. 12:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Höldum þjóðaratkvæðagreiðslu. Kostirnir verða þessir:

A. Vilt þú draga umsókn um inngöngu í ESB til baka?

B. Vilt þú senda Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra til Brussel til að klára samninga við sambandið?

Þriðji kosturinn er opinn um að hafa umsóknina í pækli um óráðinn tíma og það yrði nú aldeilis upphefð í því fyrir ESB sinna svona útávið að leggja í 200 milljón krona kosningar um það.

Þeir vilja kannski hæeypa af stað söfnunarátaki til að greiða fyrir það? Það kostar þá ekki nema 6000 kronur á kjaft.

Annars er best að komast að því fyrst af hverju ekki var hægt að klára viðræðurnar og gera það lýðum ljóst áður en út í fjárfestinguna er farið. Þ.e. : á hverju strandaði.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 13:34

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef Gunnar Bragi er neyddur til að fara út að semja yrðu það raunar blóðug kosningasvik við Á sem kusu þessa ríkistjórn í stað meintra kosningasvika við þá sem kusu hana ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband