ESB-sinnar hafna reglum Evrópusambandsins

Ein meginröksemd ESB-sinna hér á landi er að laga- og regluverk Íslands sé verra en það sem Evrópusambandið býður upp á. Samkvæmt þessari röksemd ættu ESB-sinnar að samþykkja reglur Evrópusambandsins um hvernig farið er með aðildarumsóknir. Þar segir

    „Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið blekkjandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði og tímasetningar umsækjandans fyrir samþykki, innleiðingu og beitingu ESB-reglna – um það bil 100.000 blaðsíðna af þeim. Þessar reglur (einnig þekktar sem acquis sem er franska og þýðir „það sem hefur verið samþykkt“) eru aftur á móti ekki umsemjanlegar. Fyrir umsækjendur snýst þetta einfaldlega um að samþykkja hvernig og hvenær þeir taki upp og innleiði reglur og málsmeðferðarreglur ESB. Hvað ESB varðar er mikilvægt að það fái tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar reglnanna hjá hverjum umsækjanda“.

ESB-sinnar hafna á hinn bóginn þessum reglum Evrópusambandsins. Íslenskri ESB-sinnar  harðneita að fara aðlögunarleiðina inn í Evrópusambandið og vilja undanþáguleiðina. En sú leið er einfaldlega ekki til; aðlögunarleiðin er eina leiðin inn í Evrópusambandið.


mbl.is Svikin loforð rædd um miðja nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er alltaf sama greinin hjá ykkur í heimssýn. Fyrst búið þið ykkur til strámann og síðan svariði eigin strámanni. Aftur og aftur ár eftir ár.

<þið hafið ekkert málefnalegt fram að færa. Eruð ófærir um málefnalegar umræður um ESB.

Og undanfarin dægur hefur komið í ljós hvers vegna. Þið hafið ekki lágmarksþekkingu í landafræði og vitið tæplega hvað og hvar ESB er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2014 kl. 13:22

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ómar Bjarki er alltaf við sama heygarðshornið, efast um að hann viti sjálfur í raun hvað það er sem hann vill frá þessum ESB saumaklúbbi eða, þá hvar hann raunverulega er eða hvað hann stendur fyrir...

Ólafur Björn Ólafsson, 27.2.2014 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband