Engin undanþága frá aðlögun

Evrópusambandið veitir ekki undanþágu frá aðlögunarkröfu sinni sem felur í sér að umsóknarríki tekur upp laga- og regluverk Evrópusambandsins á meðan aðildarferlið stendur yfir. Evrópusambandið tekur beinlínis fram að undanþágur fáist ekki frá aðlögunarferlinu.

Ástæðan fyrir því að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. tókst ekki að komast lengra í aðildarferlinu er að meirihlutinn á alþingi var ekki tilbúinn í þá aðlögun sem ESB krafðist. Eftir kosningarnar síðast liðið vor styrktist ESB-andstaðan á alþingi. Þeir flokkar sem eru með skýrar flokkssamþykktir um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins fengu hreinan meirihluta á alþingi.

Evrópusambandið býður ekki upp á aðildarviðræður án aðlögunar og þess vegna er tómt mál að tala um að halda áfram aðildarferlinu sem ríkisstjórn VG og Samfylkingar stofnaði til 16. júlí 2009.

 


mbl.is Engin afstaða í fjórum köflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband