Sjálfstæðisflokkurinn í dvergaslag

Með 27,5 prósent fylgi er það lítil huggun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera stærstur í Reykjavík. Eftir fjögur ár með grínista í stól borgarstjóra rétt nær Sjálfstæðisflokkurinn að skáka afganginum af Besta flokknum.

Í kosningabaráttunni verður Sjálfstæðisflokkurinn í slag við hin dvergframboðin en ekki það afl sem hann einu sinni var og stóð einn og keikur á móti smáframboðum á vinstri vængnum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru á kafi í samræðustjórnmálum vinstrimanna allt kjörtímabilið og ekki trúverðugir fulltrúar borgaralegra sjónarmiða. ESB-sinnaður tæknikrati af landsbyggðinni var síðan gerður að oddvita.

Vinnuheitið á Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, ,,stærstur af þeim minnstu," útmálar eymdina.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr !

Aumkunnarvert.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.1.2014 kl. 19:47

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sú staðreynd að XD er kaþólskari en páfinn í þessu flugvallarmáli þá fær hann fá atvkæði.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.1.2014 kl. 19:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi útkoma hlýtur að vera umhugsunaratriði fyrir Halldór Halldórsson og þá sem telja að heilladrýgst sé að sækja vatnið yfir lækinn.

S&H, ef flugvöllurinn er þungamiðjan, þá er skrítið að flugvallarandstæðingarnir skuli ekki sópa að sér fylginu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.1.2014 kl. 01:17

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað er svona skrítið við það að fylgi flokka flakki á breyttum tímum og þá kannski breyttri heimsmynd. Nánast hver einasti frambjóðandi er kynntur sem Esb-sinni eða Esb-andstæðingur. Það skal enginn segja mér að það skipti ekki máli.-- Allt er umhugsunaratriði,en ætti ekki að verka á Sjálfstæðismenn eins eins og þeir hafi unnið/tapað, þótt kannanir sýni þessa útkomu í dag. Framsókn ber nafn með rentu og nær inn manni á endasprettinum,enda gegnheilir Esb-andstæðingar.

Helga Kristjánsdóttir, 22.1.2014 kl. 02:51

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hagkvæmast fyrir alla Reykvíkinga er að koma þessum flugvelli í burtu og í staðinn kemur blönduð byggð

Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2014 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband