Sjálfsmorð Spron endurskoðað

Spron framdi sjálfsmorð ári fyrir hrun með því að hlutafélagavæðast. Það þurfti ekki fjármálasnilling til að sjá í gegnum græðgisrökin fyrir hlutafjárvæðingunni. Siðblindan sem stýrði sjálfsmorðsáætlun forráðamanna Spron læknaðist ekki við hrunið.

Guðmundur Hauksson, forstjóri sjálfsmorðssparisjóðsins, þverneitaði því ári eftir hrun að hlutafélagavæðingin hefði verið mistök. Guðmundur sagði eftirfarandi í viðtali við Morgunblaðið

Þetta var ekki bara spurning um að stækka til að verða stór. Til þess að sinna þörfum samfélagsins var stækkun nauðsynleg.

Jamm, þarfir samfélagsins, sem Spron hafði þjónað sem sparisjóður í áratugi, voru allt í einu orðnar allt aðrar en þær höfðu verið frá stofnun lýðveldisins. Og stórsnillingar eins og Guðmundur Hauksson og stjórn Spron þekktu ,,þarfir samfélagsins" öðrum betur.

Græðgi, með tilheyrandi heimsku og siðblindu, er ástæðan fyrir því að Spron féll. Einhver ætlar að endurskoða þá sögu. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins er komin út bók með bloggtitlinum Hugsjónir, fjármál og pólitík og er eftir Árna H. Kristjánsson. Uppsláttur Viðskiptablaðsins er að vond stjórnvöld hafi fellt Spron, ekki hlutafélagavædd sjálfsmorðsáætlun. 

Hver borgar endurskoðun sögu Spron? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta er nokkuð rétt hjá þér Páll. Eltingaleikurinn við Exista- bréfin réði miklu þegar líða tók á og hagnaður af reglulegri starfsemi þvarr. Andmæli við ofurmati hlutafjárvirðis voru nær engin (einn verulega á móti), enda átti eignin að tugfaldast sem h/f ef ég man rétt. Steininn tók úr þegar aðaleigendur í stjórn seldu stóra hluti sína þrem mínútum fyrir opnun markaðar á útboðsdegi. Það var nú allt traustið á sparisjóðnum sem hlutafélag!

Ívar Pálsson, 9.1.2014 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband